Tekið af MBL.IS: Sættir hafa tekist milli rallkeppnisliða Subaru og Peugeot í deilunni um hvort þeirra skuli njóta þjónustu nýbakaðs heimsmeistara, Englendingsins Richard Burns. Að sögn breska blaðsins The Guardian náðist samkomulag utan réttar áður en til málaferla, sem áttu að hefjast fyrir dómstól í London í gær, kom. Féll Subaru frá tilkalli til Burns sem samið hafði um að aka fyrir Peugeot á næsta ári og er gatan því greið fyrir hann að keppa fyrir franska liðið á næstu vertíð, sem...