Ég birti þetta í greinarformi svo það þurfi sem minnst að endurtaka þetta og að þetta verði yfirleitt lesið. Svo gefur þetta ykkur líka auðveldan möguleika til að tjá ykkur um þetta mál. Nú er búið að senda mér tvær greinar sem voru teknar óbreyttar, en þó með tilvísun til höfundar og birtingarstaðs, af Heimasíðu Leó M. Jónssonar, www.leoemm.com. Þetta eru eflaust prýðisgreinar, enda býst ég ekki við öðru af Leó. Þetta er hinsvegar efni sem er auðvelt að nálgast og síðan er meira að segja í...