Hvað varð um smábílana? Ef við skoðum nýjustu “smábílana” komumst við að því að þeir hafa farið mikið stækkandi síðustu árin. Þeir hafa nær allir lengst, breikkað og það sem mikilvægast er: hækkað og þyngst. Með tilkomu bíla eins og Renault Scenic hafa há þök og fleiri eiginleikar fjölnotabíla smitast yfir í venjulega litla fólksbíla. Skoðið bara nýju Peugeot 307, Honda Civic, VW Polo og Ford Fiesta. Nýjasti VW Polo er orðinn stærri en upprunalegi VW Golf! Lengdarmunurinn á Ford Focus og...