Í upphafi frönsku byltingarinnar var haldinn fundur með franska konunginum í Versölum. Þar tókust menn á um hvort konungurinn væri enn hæfur til að stjórna ríkinu eða ekki. Til að einfalda málin skiptu menn sér í tvær fylkingar í þingsal versala, konungssinna og lýðræðissinna (íhald og félagshyggja). Þeim, sem fylgdu konunginum, var safnað saman hægra megin í salnum og þeim sem ekki fylgdu konungnum, byltingarsinnunum, var safnað saman vinstra megin í salnum.