Skemmtileg grein hjá þér:) Ég var á þessari keppni og ég verð að segja að ég var alls ekki sátt. Þetta var að vísu mjög skemmtileg keppni og liðin voru öll góð en það voru dómararnir sem mér fannst óásættanlegir. Ég heyrði það á keppninni að þessir einstaklingar sem sátu í dómarastólnum höfðu aldrei áður séð leikhússport og það sást líka vel á því hvernig dæmt var. Mér leið frekar illa að vera útí sal og vita miklu meira um leikhússport en dómararnir. Maður var að sjá alvarleg brot á...