Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: óskum eftir góðum trommuleikara

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
lélegur í gítar? …lol

Re: ÓE: "sumarbústaðarmagnara" fyrir gítar

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ef ég væri þú myndi ég kíkja á lítinn Orange magnara í Tónastöðinni. Ég var þar nýlega og ég minnist þess að hafa skotið augunum á einn sem mér sýndist vera 15w, á minna en 20þús, minnir að það hafa verið eitthvað kringum 18. Getur auðvitað hringt þangað og spurt út í það bara :)

Re: Semja?

í Íslensk Tónlist fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Svo getur auðvitað verið gaman að taka eitt kveld í að detta all hressilega í það með segulbandstæki, diktafón eða annars konar recording equipment við höndina ásamt kassagítarnum…og svo þegar þú vaknar tveimur dögum síðar ertu hugsanlega með eitthvað af..tja, áhugaverðu efni sem gaman er að vinna úr. Annars er þetta oft bara spurningin um að hlusta á tilfinninguna í tónlistinni..til dæmis ef þú hlustar á lagið The End með The Doors heyrirðu algjörlega hvernig tónlistin og orðin fljóta...

Re: Ert þú í hljómsveit ?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Það fer eftir því hvernig þú lítur á það. Ég lít það ekki þeim augum :) Annars hafði ég þetta svona vegna þess að ég hafði áhuga á að sjá meðlimi í hljómsveitum þar sem menn eru að spila á hljóðfæri..rokk, jazz eða svoleiðis, bílskúrsbönd, grasrót. Ég er svo voðalega lítið inni í þessum hip hop heimi sko :) Gætir auðvitað stofnað FB group fyrir rappara/dj eða svoleiðis , það er alls ekki afleit hugmynd.

Re: Ugly Alex (nýtt band frá Akureyri)

í Metall fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Já, ég er sammála því. Rokkið þarf náttúrulega að hafa þetta edge sko :P Annars finnst mér þetta sánda bara afskaplega decent, ég held þetta myndi bara njóta sín svolítið betur með svolitlu biti sko :)

Re: Ugly Alex (nýtt band frá Akureyri)

í Metall fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þetta er svo mikið rugl….þetta er eins og sama bogusið sem ég fæ stundum fyrir að hlusta rosalega mikið á grunge, því sumir vilja einmitt meina að grunge hafi “drepið þungarokkið” eða “drepið glysrokkið” (how sad) eða jafnvel “drepið rokkið”. Að mínu mati er þetta bara einhver vitleysa, tónlist er tónlist, óþolandi þegar fólk þarf að analyza allt niður í minnstu búta. Til dæmis með metal í dag, metalcore, hardcore, heavy metal, black metal, white metal, nü metal og svo framvegis…ég fíla...

Re: Ugly Alex (nýtt band frá Akureyri)

í Metall fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Vertu nú ekki svona fastur í sama forminu, nü metal þarf ekki endilega bara að vera heavy strengjahljóðfæri, einfaldar trommur og aggressívur söngur, það er ekkert að því að blanda saman mismunandi genre…ég er bara að segja að mér hefði þótt að það færi tónlistinni ágætlega að hafa smá guitar leads hér og það, ég var ekkert að tala um e-h Yngwie things :)

Re: Ugly Alex (nýtt band frá Akureyri)

í Metall fyrir 15 árum, 3 mánuðum
spjallborð eru ekki staður til að klappa öðrum á bakiðÞannig að eina ástæða fyrir að einhver mynda setja eitthvað inná spjallborð er til að fá slæma gagnrýni ? Mér finnst þetta ekkert slæmt tónlist og ekkert að því að segja mína skoðun á því. Ég las þetta samt eins og hann væri að segja að öll bönd frá AK hljómuðu eins, sé núna að ég sá það bara eitthvað vitlaust.

Re: Ugly Alex (nýtt band frá Akureyri)

í Metall fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Finnst þetta alveg ágætt, skil ekki þetta röfl í nökkva um að öll bönd frá akureyri hljómi eins, það er nú ekki beint eins og að hann hafi verið að finna upp hjólið með Gone Postal. Söngurinn er flottur, finnst samt að sönglaglínurnar mættu vera aðeins fjölbreyttari. Trommurnar sánda samt soldið gervilega fyrir mér samt (kannski því ég er með shit hátalara), flott lög og reglulega góðar upptökur. Er að fíla þetta, vantar eiginlega annað logo samt, þessi hendi er ekki beint að gera sig....

Re: Ert þú í hljómsveit ?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Groupz fyrir þá sem eru meðlimir í íslenskum hljómsveitum, hvort sem þær eru frægar eða óþekktar með öllu, ballbönd eða bílskúrsfikt - allt saman. Ekki teljast með dj-ar og rapparar eru á gráu svæði, That's not a band, dude -_-'

Re: Seagull 12 strengja

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
En gaman. Sérðu ekkert athugavert við þessa “auglýsingu” ?

Re: TS: Martin Backpacker

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Svo töff…alltaf langað í svona.

Re: Techno

í Músík almennt fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Hversvegna að breyta því ? :)

Re: Skírnarnöfn hugara?

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Flumbri.

Re: Techno

í Músík almennt fyrir 15 árum, 3 mánuðum
bú á teknó

Re: Skífan

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þetta endaði vel en allt fram að því var ég að minnsta kosti í fúlu skapi þegar ég skrifaði þetta og stóð því í þeirri meiningu að þetta myndi að minnsta kosti sánda the slightest bit grouchy.

Re: Vantar þig Wah Wah pedal ?

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég skoða alveg skipti á einhverju, nú þegar hefur mér verið boðið pakki með 3 Behringer pedulum, BadDog distortion, 15w Peavy gtrmagnara, litlum Behringer mixer og Behringer Volume og Wah pedal.. Það hljómar eins og ágæt skipti fyrir mér þar sem mig vantar bara basic rokk pedala eins og distortion, wah og fleira. Ég skoða öll tilboð um skipti :) En í peningum var ég að hugsa um 20kall.

Re: Skífan

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Finnst þér þetta ekki eiga heima í nöldur ?

Re: Gibson SG Special faded Til sölu/skiptana

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Já, ég var nú að spá í að bjóða þér skipti á gítarnum mínum sem ég er með til sölu. Ég er samt að öllum líkindum búinn að frátaka hann svo það er kannski done deal :) En svona svo þú getir kíkt á hann: http://www.hugi.is/hljodfaeri/threads.php?page=view&contentId=7004649

Re: Skífan

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Eins og ég sagði þá fagnaði ég :) En mér fannst þetta bara ósanngjörn verðlagning því þessi diskur á betra skilið, og þeir sem voru á hærra verði áttu frekar skilið aðvera á 99 kr.

Re: Mod-band leitar að trommara

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Gætir alltaf keypt þér trommusett….*hihi*

Re: Hæfileikaríkur Söngvari/Gítarleikari leitar af Hljómsveit'!

í Rokk fyrir 15 árum, 3 mánuðum
geri ekki ráð fyrir að þú myndir nenna að ferðast alla leið á akranes til að mæta á æfingar ?

Re: Óska eftir hljómsveit/meðlimum (Akureyri)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Þú ættir frekar að búa á höfuðborgarsvæðinu, viss um að margir þar myndu vilja fá þig. Er það samt rétt sem mér skilst að á Akureyri sé ekki mikil tónlistarleg virkni ?

Re: Skífan

í Tilveran fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Maður gæti bara haldið að Kringlunni væri farið að förlast..

Re: Semja?

í Íslensk Tónlist fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég mæli með að skoða bara texta við lög sem þú fílar og reyna að sjá hvernig gengur að púsla einhverju saman eftir það :) Æfingin skapar meistarann og svo er auðvitað enginn sem segir að all þurfi að ríma til að texti sé flottur eða virki vel.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok