Takk fyrir það, ég ætla að reyna að nýta tímann aðeins betur en ég hef verið að gera upp á síðkastið, lesa og skrifa meira. Ég datt svo mikið meira inn í að skrifa texta á ensku þegar ég fór að spila tónlist, þá dettur ljóðræna hliðin svolítið niður. En ég myndi gjarnan vilja byrja aftur á þessu, maður er mun “þröngsýnni” í textagerð á erlendu tungumáli vegna þess hve orðaforðinn er smærri.