Ég vil líka bæta því við, að mér finnst frábært hvað sumt fólk í röðum mótmælanda sýnir gott viðmót. Koma með mat eða kakó og kaffi handa lögreglumönnum, gefa þeim blóm, stilla sér upp milli þeirra og dópistanna og hálfvitanna sem æpa og lemja með hömrum í glugga, hrækja á fólk, lemja fólk, ögra fólki, henda saur í fólk, henda hverju sem er í fólk… Mér finnst frábært hvað sumir mótmælendur sýna gott viðmót, en sorglegt hvað það er eyðilagt af þessum fávita heimskingjum.