Jú, það getur nefnilega sakað að sækja um skóla sem maður á ekki mikinn séns að komast inn í. Td: Stelpa sem ég kannast við setti Versló og MR inn í fyrsta og annað val, MS í 3. og FÁ í 4. til öryggis. Hún var ekki með nógu góðar einkunnir til að komast í Versló og MR, en nógu góða til að komast í MS. Hinsvegar var MS í 3. vali og því var henni hafnað og send í FÁ. Hefði hún hinsvegar sett MS í 1. eða 2. val hefði hún komist inn.