Það getur verið hættulegt fyrir þá sem hafa fyrir veikt hjarta (yfirleitt vegna erfðagalla eða af háum aldri). Það stafar af því að koffínið, sem er fljótara að hafa áhrif, er örvandi efni og eykur hjartsláttartíðni meðan áfengið, sem tekur að verka aðeins seinna, hefur róandi áhrif svo að þú ert fyrst að láta hjartað gefa í og svo bremsa það aftur. Þetta hefur hinsvegar yfirleitt engar slæmar afleiðingar fyrir heilsuhraust fólk. Mundu bara að fólk getur haft erfðagalla án þess að vita af því.