Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loki
Loki Notandi frá fornöld 1.410 stig
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“

Re: Lögreglan (Y)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Einn hluti af því að vera óeirðalögrelga er að kunna að meta aðstæður. Þegar það er búið að þjálfa fólk í þessu sér það alveg hverjir eru raunverulega með vandræði. Mistök eru mannleg en svona mörg eru ekki útaf því, heldur almennrar vanhæfni og reynsluleysis á þessu sviði. Ég held að myndskeið og saumar geti ekki búið til sögurnar upúr þurru. Og varðandi piparúðann: Ég mæli með að þú kynnir þér hvernig á að nota þetta áður en þú ferð að tala útúr rassgatinu á þér. Lögreglan fær fyrirmæli um...

Re: Lögreglan (Y)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Óeirðalögreglumenn eiga ekki að gera öll þessi “mistök” sem þeir gera, td. að úða piparúða í augun á fólki, handlegsbrjóta sjötugt fólk, sparka í liggjandi stelpu ofl. slíkt. Þeir eiga að taka út þessa fáu óeirðaseggi strax áður en þeir eru farnir að henda gangstéttarhellum, og taka þá út af hörku, en án þess að missa stjórn á skapi sínu (sem lögreglumenn hér hafa gert).

Re: Eitthvað rugl... hjálp?

í Rómantík fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Hún er að spila með þig. Ekki eltast við hana, ef hún hefur einhvern áhgua á þér þá kemur hún á eftir þér.

Re: Gamall Mustang

í Bílar fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Það virkar ekki að hotlinka á þessa mynd svo að það kemur einhver Vetta í staðinn.

Re: Kosningar!!!! og aldur

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
En hver er stóri munurinn á manneskju sem er 17 ára og 2 mánaða og 18 ára manneskju? Fólk hegðar sér nú yfirleitt í takt við jafnaldra sína. Ég er viss um að ef þú skoðar þinn vinahóp þá fer þroski einstaklingana ekkert eftir því hvenær þeir eiga afmæli á árinu.

Re: Lögreglan (Y)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Og ef þú værir lögga þá væriru rekinn fyrir óþarfa valdbeitingu. Það er staðreynd að óeirðalögreglan hérna hefur ekki þjálfun til að takast á við raunverulegar óeirðir, þó að þeir geti þaggað niður í nokkrum unglingum með piparúða. Löggan hérna hefur kannski útbúnaðinn til að vera óeirðalögregla, en þú lætur ekki mann fá byssu og kallar hann hermann.

Re: Lögreglan (Y)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Kjaftæði. Löggan hérna kann ekki að bregðast við óeirðum. Erlendis taka þeir miklu harðar á ákveðnum einstaklingum, þe. þeim sem eru með vandræði, taka þá úr umferð og þá gengur restin vel fyrir sig, nema um eitthvað major riot sé að ræða. Ef það gerðist hér veit ég ekki hvað lögreglan mundi gera.

Re: besta ríma i heimi !! fkn víst !!!! þeigiðu! i h8 u all!!!!!!!

í Hip hop fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Geir Haarde er forsætisráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins. Hann var í MR með Davíð “Kóng” Oddssyni sem er maðurinn bakvið tjöldin. En hversu djúpum helli þarftu að búa í til að vita ekki hver Geir er?

Re: Ef þú mundir vinna 301 milljónir

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Eða í stuttu máli: n er slétt tala ef n=2m, m eZ (e á að vera “er stak í táknið”)

Re: Sæði

í Vísindi fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Sáðfrumurnar eru stakar frumur, þær hafa enga hugsun. Hvaða sáðfruma er fyrst fer ekki eftir því hver þeirra hefur mest keppnisskap (enda hafa þær ekkert slíkt).

Re: Sæði

í Vísindi fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þær vita ekki af því, sáðvökvinn dreyfist bara um leg konunnar og þegar sáðfrumurnar koma að eggfrumunni taka himnuprótein við samskiptahlutverkinu þar til að eggið er frjógvað.

Re: Ljóskur...

í Húmor fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Mín lausn: Segir að þú getir reddað þessu og leiðbeinir henni hvernig þú kveikir á remote control. Opnar IE (sem hún notar, því hún kann ekki að setja upp firefox), copy-ar history-ið eins og það leggur sig í unsecure websites, ferð í taskmanager og slekkur á explorer.exe og segir á msn “oh, fuck, ég hef gert eitthvað vitlaust” og lokar samtalinu.

Re: Kosningar!!!! og aldur

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Og sú ástæða er? Afþvíbara? Ég skil afhverju td. bílprófsaldurinn miðast við afmælisdag, því ef hann mundi miðast við ár væri álagsdreifingin í ökukennslu fáranleg, en ég hef aldrei fengið almennilega ástæðu fyrir neinu öðru.

Re: Kosningar!!!! og aldur

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Því miður er miðað við afmælisdag, sem ég skil ekki af hverju er (né enginn sem ég hef talað við).

Re: besta ríma i heimi !! fkn víst !!!! þeigiðu! i h8 u all!!!!!!!

í Hip hop fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Og chorus: “Við erum þrettán! Við erum reiðir! Höfum ekki hugmynd um hvað þetta allt snýst! Að öskra og lemja lögguna bara er svo hardcore! Og þegar við finnum fyrir piparúðanum verðum við brjál, höldum að við séum NWA og öskrum ”Fuck da police"! Við erum þrettán! Við erum reiðir!

Re: Sbarro -.-

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Það er svona eins og að fara á pizzastað og láta skera pizzuna í 16 sneiðar í stað 8 til að fá fleiri sneiðar fyrir sama pening…

Re: Kímnigáfa á mbl.is

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Enda ef það er eitthvað sem lögreglan hefði þurft sístu viku var það vel þjálfuð óeirðalögregla sem kann að fara með öll þau tól og tæki sem lögreglan hefur leyfi til að nota, ekki bara venjulegir lögreglumenn sem hafa setið einhver námskeið og fengið nýjan starfstitil.

Re: ARGH!!!!

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Uninstallaðu Msn, sæktu aftur síðustu útgáfu sem þú varst með sem virkaði og installaðu henni.

Re: Leiðist -.-

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ef þú mátt ekki fá vini þína í heimsókn þá mundi ég mæla með tölvuleikjum eða góðri kvikmynd.

Re: MH - VÍ

í Skóli fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Fokkin ömurlega leiðinlegt umræðuefni, ég var ekki sáttur með að Hafsteinn hefði verið ræðumaður kvöldsins þar sem að hann fluttu sömu ræðuna tvisvar, en á heildina fannst mér Versló eiga þetta skilið (og er þó sjálfur í MH).

Re: Fávita mótmælendur

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þú veist greinilega ekki hversu alvarleg af að “worst case scenario” ríkisstjórn þín átti að enda hana í árslok 2010. En ríkisstjórnin er búin að hafa allaveganna 3 mánuði til að bregðast við og það er nú ekki hægt að segja að hún hafi verið með einhverja fastmótaða stefnu sem hafi verið fylgt eftir dag frá degi. Þó að það færu 2-4 vikur í kosningar eru það smámunir í tapi miðað við hagnaðinn af því að ríkisstjórnin starfi í umboði fólksins. Ekki segja mér að þú sért í alvöru fylgjandi því...

Re: jæjja Geir hættur í pólitík

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Sama gildir um Davíð Odds, Ingibjörgu Sólrúnu og Halldór Ásgrímsson og þau voru öll utanríkisráðherrar á 21. öldinni. Meira en tilviljun, held ég.

Re: Fávita mótmælendur

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þú augljóslega hefur ekki kynnt þér málin varðandi þessa kreppu. Fjármálaeftirlitið gaf nýlega út skýrslu varðandi hvenær hvenær efnahagsmál munu aftur komast í samt horf og þeir telja að kreppan muni ná hámarki í ársbyrjun 2010, svo komist hlutirnir aftur í gang. Varðandi hvað ég vil, þá vil ég kosningar (sem munu verða haldnar í vor, sökkah). Ríkisstjórnin sem kæmi þar á eftir hefði umboð og traust þjóðarinnar. Fyrir kosningar fastmóta flokkar stefnu sína til að geta kynnt fyrir kjósendum...

Re: Fávita mótmælendur

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Já, því að ríkisstjórn sem hefur ekki traust né stuðning þjóðarinnar er það sem við þurfum núna, í lýðræðislega Íslandi. Fasisti.

Re: Mótmælin en og aftur !

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Það er stór munur á að taka þátt í mótmælum og að stofna 18. þráðin um þau á /tilveran.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok