Notar hreyfijöfnu. Þú veist upphafshraða (v0), hröðun (a) og vegalengd (s). Þú þarft að finna lokahraða (v) og tíma (t). Best er að byrja að finna lokahraða með hreyfijöfnu 4, sem er: v^2= (v0)^2 + 2as v^2 = 0^2 + 2*9,82*100 v^2 = 1964 v= rót(1964) v= 44,3 m/s Svo er það að finna tíma og einfaldasta leiðin til þess er að nota hreyfijöfnu 2 (þó að allar hinar virki svosem). v= v0 + at 44,31 = 0 + 9,82*t 44,31/9,82 = t t= 4,51 s