Vá, við erum sálufélagar. Ég bjó á Ítalíu í 4 ár, hef eytt nokkrum vikum á hverju sumri þar síðan ég flutti heim og núna síðast 2 mánuðum í sumar og var vinnandi úti undir sólinni allan tímann. Samt er ég alltaf jafn hvítur. Svo borða ég hvað sem mér sýnist, hvenær sem er dags og oftar en ekki er engin rosaleg hollusta í því. Samt helst ég alltaf mjög fitulaus. Það er svít.