Líttu á þetta frá sjónarhóli bílaframleiðandans. Þú getur: A- Framleitt bíla sem endast mjög vel svo að eftir 50 ár er enn hægt að keyra þá. B- Framleitt bíla sem endast hræðilega, fyrirtækið fær slæmt orðspor og sölur lækka. C- Framleitt bíla sem endast þokkalega vel og smáhlutir í þeim byrja að bila þegar verksmiðjuábyrgð er runnin út. Fyrirtækið fær ekki slæmt orð á sig og sala á varahlutum eykst. Ef þú hugsar eingöngu um hagnað (sem öll risafyrirtæki gera), hvaða valmöguleika veluru?