Norskur bókaflokkur sem hóf göngu sína árið 1981 og er ennþá mjög vinsæll í dag. Höfundurinn, Margit Sandemo, skrifaði 47 bækur í seríunni sem sagði sögu einnar fjölskyldu frá árinu 1591 til 1980 - fjölskyldu sem þurfti að kljást við erfiða ættarbölvun þar sem ófáir einstaklingar innan hennar voru galdramenn og konur. Sögurnar fjölluðu gjarnan um ástir og örlög í sögulegu samhengi og með yfirnáttúrulegum blæ.