Þú færð ekki betri grunn en námskeið hjá Ágústu Skúladóttur - trúðu mér. Hún hefur áður verið með sérnámskeið fyrir leikara en þetta er í fyrsta sinn sem hún er með grunnnámskeið. Það verður eitthvað öðruvísi í sniðum heldur en námskeiðin hjá Ástu og Hörpu Arnardætrum (þær hafa skipts á með grunnnámskeiðin áður) því Ágústa er með sína eign tækni í leiklist þótt auðvitað sé alltaf svipuð áhersla þegar kemur að grunninum - læra fókus, beita orku, sleppa takinu á óöryggi, losa sig við óþarfa...