Lenti líka í þessu með tösku- og kerruvandamálið hjá Fréttablaðinu. Fyrsta daginn fékk ég ekki tösku, reyndar ekki blöðin heldur en það er önnur saga, og svo eru sumar bréfalúgur alveg að gera mig klikkaða. Sérstaklega í einu húsinu. Ekki nóg með það að þessi bréfalúga sé það lítil að eitt venjulegt Fréttablað kemst varla inn heldur er náunginn líka áskrifandi að DV. OG ekki nóg með það heldur þarf hann 2 eintök af öllu! Þannig að ég eyði venjulega svona 5-10 mínútum í þessu eina húsi....