Well best að taka bara hreinskilnina á þetta. Ég er ein af þeim sem myndi alls ekki geta verið með svona náunga. Alltaf að hringja, senda sms, alltaf að gera allt sem mig langar til, alltaf að segja hvað ég sé falleg, alltaf ógeðslega rómó og eitthvað. Ég meina, jújú allt í lagi að vera rómó einstaka sinnum, vera spontaneous og svona, kannski segja við mig þegar ég er dauðþreytt nýkomin heim úr vinnunni eða skólanum að ég sé falleg, en ekki stöðugt.