Já ég sat áðan og horfði Spennt(með stóru S-i) á lokaþáttinn í þessari mögnuðu seríu. Hann var, sjokkerandi, vægast sagt. Þetta skilur eftir svo marga lausa hnúta að það færi allt í flækju ef það ætti að binda þá saman aftur. Hérna er það sem gerðist í stórum dráttum.. Ravens töpuðu leiknum, sem átti að skera úr um hvort þeir myndu halda áfram í keppni eða ekki, þegar Lucas klúðraði 3 stiga skoti. Dan varð brjálaður, því að hann hafði sagt Nathan að skjóta sjálfur. Þeir rifust svakalega og...