Ég fékk að velja að æfa á gítar sjálf, ég verð bara að halda áfram svo að ég kasti þessu ekki á glæ. Pabbi verður pirraður ef ég fæ lægra en 7 (gerist ekki oft) og segir kanski að ég megi ekki fara út eftir mat í viku (virkar á bræður mína, en ég fer hvort sem er ekki út eftir kveldmat svo mér er skítsama) og ég fæ að velja hvaða íþrótt ég stunda, svo lengi sem hún er einhver (frjálsar, er reyndar hætt). Ég má ekki verða sjúkranuddari (léleg laun segja foreldrar mínir), en annars má ég ráða....