Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Lily2
Lily2 Notandi síðan fyrir 20 árum, 1 mánuði 34 ára kvenmaður
1.940 stig

Sólin og bruninn (3 álit)

í Forsíða (gamla) fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Í nánast allan dag er búin að vera sól. Voða þægilegt, fyrir utan hitann og sólbrunann. Ég lá í sykurpúðum í dag en hoppaði það af mér á hringlaga fleti. btw. Ég veit ekki einu sinni af hverju myndin er þannig að hún tengist örugglega ekki efninu ;)

Rigning (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Lágt suð raki í lofti dropar á blómum -alveg eins og á morgnanna. Göturnar eru tómar það vill enginn ganga úti í rigningu þó er ein og ein hræða og svo bílarnir sem fólkið felur sig í. Gangstéttin er svo vot að á henni sést engin rigning, en á götunum gárast pollarnir af tárum guðs.

Gullkorn (5 álit)

í Hundar fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Yfirleitt þegar Þruma mín kemur inn fyrir dyr með mér, þurrka ég henni um tásurnar svo ekki komi spor á gólfið. Hún réttir mér loppurnar og ég þurrka. Um daginn var hún svo gáfuð að hún hélt að hún gæti rétt mér sömu loppuna fjórum sinnum og þá væri búið að þurrka hana.

Unleashed (7 álit)

í The Sims fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hvernig á að láta þau keppa á svona hundakeppni? Á bláu borðunum í bænum?? Hjálp !! Plís !!

Rigning... (40 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég var að hjóla niður í bæ, en þegar ég byrja að hjóla niður brekkuna byrjaði þessi “hellt-úr-fötu” rigning. Ég rennblotnaði út af henni og af því að litli bróðir minn skemmdi frambrettið, skvettist öll bleytan af götunni líka á mig. *hrumpf*

Finna grein um Sims Superstar (9 álit)

í The Sims fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Í fornöld (fyrir einhverjum tíma) skrifaði einhver grein um það hvernig ætti að verða stjarna, ég er í stökustu vandræðum, man einhver hver skrifaði greinina ??

Smásagnasamkeppni - Til hjálpar (26 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Dálítið stutt :S Harry stundi og starði á dýflissuvegginn, hann trúði því vart að hann væri þarna. Hann lokaði augunum og hugsaði djúpt. Fótatak, einhver nálgaðist. Harry var farinn að þekkja þetta fótatak sem hið sérstaka fótatak Narcissu Malfoy. Hún hafði verið ráðin – tímabundið – sem skólastjóri og átti að vera út þetta ár. Skammandi rödd hennar og eitthvað tuldur kom nær. Harry leit upp og sá Narcissu beina Cho Chang og Ginny inn í klefann. Hann leit feginn á Ginny sem virtist nokkuð...

Minningar, minningar (27 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Nokkrar minningar úr skólagöngu minni, ein úr hverjum bekk – yfirleitt sú skásta, því að þið nenntuð varla að lesa um stafsetningaræfiingar ? 1.bekkur Ég man hversu reið ég var þegar kom að stafnum M. Við áttum að rétta upp hendi ef nafnið okkar byrjaði á M. Auðvitað rétti ég upp hendina, seinna nafnið mitt byrjar á M. Ég reifst kennarann um að víst byrjaði nafnið mitt á M ! 2.bekkur Það var kennaravesen svo að við höfðum tvo kennara, karl og konu. Karlinn lét okkur fara með faðirvorið á...

Litun augnbrúna !! Hjálp !! (13 álit)

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mútta var að lita sínar, og átti smá rest, þannig að hún hjálpaði mér. Það var of lítið fyrst þannig að við settum aftur. Nú er allt of mikill litur !! Hvernig get ég deyft fastann lit? In desperate need of help !

Könnunin... :S (5 álit)

í Gæludýr fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég sagði +15 En það var bara vegna þess að ég taldi ormana meö… þið?

Dolores Umbridge (14 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég rakst á orðið doloroso og con dolore í ítölsku, tónfræði. doloroso = sársaukafullt con doloroso = með sársauka Þar finnið þið það, ég held að Dolores þýði sársauki. Eða dregið af því.

Sænska (11 álit)

í The Sims fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Hver var það aftur sem notaði Sims til að læra sænsku? Langar að tala við hana/hann.

Lotukerfið =D (19 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Vegna tæknilegra örðugleika hefur mér ekki tekist að senda þetta inn sem grein. Þessi grein er búin að vera til í tvo daga. Ef þið finnið villu, láta mig vita. Vil taka það fram að ég vann mikið að þessari grein og hefði viljað fá hana inn sem grein. Myndin sem átti að fylgja með ætla ég að reyna að senda inn sem Mynd. Kæru hugarar, takið ykkur blað og blýant í hönd og teiknið. Teiknihæfileikar skipta engu máli. (svo getið þið náttúrulega notað paint). Teiknið eina litla kúlu. Litið kúluna...

Senda inn grein (0 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég er nýbúin að vinna mikið að grein um lotukerfið. En það er eitthvað drasl að tengingunni so að ég get það ekki :( Veit einhver hvað er að?

Ritun í íslensku, matsreglur. (0 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta eru matsreglurnar, þær eru á http://www.namsmat.is Bygging Upphaf, meginmál og niðurlag vel afmörkuð. Efni skipulega fram sett og í góðu röklegu samhengi, eðlileg framvinda, eitt leiðir af öðru (farið frá hinu sértæka til hins almenna eða jafnvel öfugt). Lesandinn leiddur áfram. Röksemdir Tekur dæmi og leggu eigið mat þar á. Vel útfærðar ástæður/rök samofin ástæðum eða ályktunum nemandans. Rökrétt samhengi efnisatriða. Ritgerð er sannfærandi/hrífandi. Málfar og Stíll Fjölbreytt og gott...

Grettis Saga ! (9 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Nú er ég að gera glósur úr Grettis sögu (fyrir skólapróf) en var að velta því fyrir mér hvort einhver ætti glósur úr henni, mér miðar ekki mikið áfram… Ef ég klára glósurnar fljótlega pósta ég þeim samt líklega hingað inn. Hjálp.

Jóli á gangi (2 álit)

í Hátíðir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
mér verður eiginlega bara kalt við að horfa á and… :S …eitthvað.

Skjár (0 álit)

í The Sims fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Alltaf þegar ég fer í sims 1, þá kemur svona stór svartur rammi utan um leikinn, og maður þarf að koma ógó nálægt til að sjá eitthvað, og allt er pínkulítið. Það er alveg sama samt hvort maður velur 800*600 eða hitt. Hjálp óskast !!

Nissar (1 álit)

í Hátíðir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta hét reyndar “gnomes”, en fyrir þeim sem búa á Norðurlndunum (að minnsta kosti) eru þetta líklega nissar.

POLO (29 álit)

í Sorp fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Love it !! Uppáhalds nammið mitt, og ég er búin að spæna upp þrjá stauka af því bara í dag. Samt dálítið vandræðalegt að vera í bíó og bryðjandi sitt polo þegar það kemur svona, þið vitið, ástarsena. Og brakhljóðin verða þannig að maður fær ofsóknarkennd og finnst allir í kringum þig hata þig fyrir að bryðja svona hátt. Eða þá að þeir hunsa það… Er polo af hinu illa? eða hinu góða? Damn, ég elska að bryðja þetta nammi !

Sims Creator (0 álit)

í The Sims fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hvað er það? Hvaða disk þarf fyrir það? Takk.

Drulluveik :( (44 álit)

í Sorp fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Nú ligg ég uppi í rúmi og heng í tölvunni minni. Er að deyja úr ógleði og mig langar í alvörunni í skólann á mánudaginn, þarf að tala við fólk. Eins og þið hafið líklegast heyrt, þá er mikið um veikindi á Ísafirði (kom í fréttum, nanananabúbú…) og í mínum hóp í leikfimi mættu fjórir (erum venjulega c.a. 20) þannig að : vettlingurinn, Addydogg, kindin og systir hennar. Eru öll veik, en bara þrír af mínum vinahóp eru heilsuhraustir: einn áttundabekkingur, einn níundabekkingur og einn...

Hot Dog Bridge (7 álit)

í Sorp fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Kom upp þegar ég sló inn “Dog” á google =D

Leið eins og hálfvita :S (0 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég var í labbitúr með hunduna mína í dag, ekkert athugavert við það- en svo var einn (sætur) strákur með karlkynshund sem ég hitti. Og ég þurfti að vera einmitt í púkalega regngallanum mínum og buxurnar ofan í stígvélin (how lame? ), svo til að bæta grá ofan á svart gat hundurinn hans ekki talað við hunduna mína af því að hundan mín er á lóðaríi, og ég þurfti að segja honum það. Og mér leið eins og hálfvita eftir það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok