Ég á Warmoth Telecaster sem ég setti saman sjálfur. Samsetningin var frekar einföld en ég skal nefna nokkur atriði sem ég rak mig á. - Ef hálsinn er með lökkuðu gripbretti t.d. gegnheill háls úr hlyni eins og minn, þá er lakk á böndunum sem pússa þarf af. Ég skrapaði þetta af með G-streng en ég mæli frekar með að notuð séu almennileg verkfæri. - Best er að bora göt fyrir litlu skrúfurnar sem halda strekkjurunum á hausnum og jafnvel líka fyrir skrúfurnar á búknum (fyrir plöturnar). Passaðu...