Ég bjó einu sinni í Gautaborg og þekki flestar hljóðfærabúðirnar þar. Hér eru þær helstu: Musikbörsen Odinsgatan 13 411 03 Göteborg http://www.musikborsen.se/ MUSIK UTAN GRÄNSER Kaserntorget 9 411 18 Göteborg http://www.mug.se/ FREDDANS MUSIK Vasagatan 21 http://www.freddansmusic.se/ Jam Första Långgatan 20 413 28 Göteborg http://www.jamshop.se/ 4Sound Göteborg Södra Larmgatan 4 411 16 Göteborg http://www.4soundgbg.se/ Ný hljóðfæri eru ekki ódýrari þarna en hér heima en úrvalið er miklu...
Nei, þegar “spekkarnir” á vefsíðu Fender eru skoðaðir sést þessir gítarar eru mjög ólíkir. Önnur lögun á hálsi, annar radíus, öðruvísi lakk, önnur brú, aðrir pickupar osfrv. osfrv …
Ég er ekki búinn að ákveða neitt en hann kostaði 30-40 þús. kr. nýr. Ég myndi ekki biðja um meira en helminginn af því vegna þess að það flísaðist örlítið úr honum þegar ég skipti um strekkjara. Ég skal athuga með myndatöku.
Ég á PRS McCarty og það er hægt að stilla brúna með skrúfum á sitthvorum enda hennar. Það er því ekki hægt að stilla hvern streng fyrir sig heldur alla brúna í einu. Brúin er hinsvegar það vel hönnuð að innbyrðis stillingin gítarsins er alveg hárrétt.
Ég á Warmoth háls sem ég er hugsanlega til í að selja. - Vintage Modern Strat® Replacement Neck - Viður: Maple/Rosewood - Lögun: Wolfgang Contour (ósamhverfur) - Bönd: 22 6105 Fret - Radíus: Compound 10“ - 16” Radius - Lakk: Vintage tint gloss Ég hef ekki spilað á betri háls en þennan. Ástæðan fyrir því að ég gæti hugsað mér að selja hann er að hálsinn sem var á gítarnum gaf aðeins bjartari tón (heill hlynur) sem ég kann betur við og ég er búinn að skipta aftur til baka vegna þess. Hálsinn...
T.d. eins og þessi hér: http://www.ajl-guitars.com/gypsyfire.htm Ég fór á stutt námskeið hjá Andreas Öberg (sjá Signature Model hans á síðunni) og er hann svakalegasti gítarleikari sem ég komist í návígi við. Mig langar einmitt í svona Sígaunadjassgítar! Ég prófaði nokkuð ódýra gítara ef gerðinni Gitane í Tónastöðinni og voru þeir bara nokkuð góðir og fá þeir ágætis dóma á http://reviews.harmony-central.com/reviews/Guitar/brand/Gitane
Jú, það er rétt að magnarinn sjálfur býður ekki upp á skiptingu á milli rása. Eins og þú bentir á þá er gítarinn oft tengdur í aðra rásina og úr hinum inngangi sömu rásar er tengt í hina rásina. Þar með er gítarinn tengdur í báðar rásirnar samtímis og síðan notar maður volume-ið á hvorri rás til að blanda þeim saman eftir smekk. Eitt trix sem mér datt í hug, sem er svo sem ekki merkileg uppgötvun, er að þegar ég nota delay pedala þá hef ég tengt Gítar -> rás1 high rás1 low -> delay delay ->...
Smá kurteislegar leiðréttingar á því sem ehar sagði: Tegundarnúmer magnarans er 1987 og hefur ekkert með framleiðsluár hans að gera. Byrjað var að framleiða 1987 magnarann árið 1965 skv. mínum heimildum. 1987 magnarinn er með tveimur EL34 lömpum en ekki tveimur EL84 lömpum. Magnarinn hefur tvær rásir, eina bjarta og eina dimma, sem hvor um sig hefur high og low input. Að öðru leyti er ég sammála ehar. Athugaðu að til þess að fá þennan bjagaða tón sem þessir magnarar eru frægir fyrir þarftu...
Já, t.d. með “Tonebone amp head & speaker cabinet switchers” Sjá: http://www.tonebone.com/ Ekki reyna að gera þetta með DPDT rofa eða á einhvern sambærilegan hátt. Það myndi nær örugglega skemma magnarann þinn.
Það sem ég leitaði eftir í Marshall 2203 hausinn eru lampar sem hafa frekar mikla mögnun til þess að fá aðeins meiri bjögun. Ég get ekki sagt að ég hafi heyrt mun á EH 12AX7 og JJ ECC83S en JJ ECC803S hljómaði öðruvísi. ECC803 gaf góða bjögun en í minningunni fílaði ég ekki hljóminn, hann var einhverveginn of grófur og of lítill toppur úr honum. Ég á samt örugglega eftir að prófa hann einhvertímann aftur og þá getur vel verið að mér eigi eftir að líka hann. Sovtek 12AX7-LPS gaf einhverveginn...
Það er ekkert á dagskrá í bili vegna þess að ég var að kaupa mér Fender Stratocaster Eric Johnson Signature Model (er ekki búinn að fá hann). Ef það skiptir einhvern einhverju máli þá stendur nafnið hans (Eric Johnson) hvergi á gítarnum :) og ég vil bæta því við að ég fíla ekki Eric Johnson heldur er það hönnun gítarsins sem heillar mig :)
Ég hef prófað eftirtalda 12AX7 lampa í Marshall JMP 2203: Electro-Harmonix 12AX7 Kínverskir 12AX7 (ómerktir frá thetubestore.com) JJ ECC83S JJ ECC803S Sovtek 12AX7-LPS Tung-Sol 12AX7 Mesa/Boogie 12AX7 (kínverskir með Mesa/Boogie stimpli) Óþekktur 12AX7 merktur “Hungary” Sovtek 5751 (eins og 12AX7 nema með minni mögnun) Mér finnst magnarinn núna hljóma best með V1: Sovtek 12AX7-LPS V2: Sovtek 12AX7-LPS V3: JJ ECC83S og Svetlana =C= EL34. Með þessu er ég ekki að segja að þessir lampar séu...
:) Þessi auglýsing er síðan í apríl 2005. Stratinn er seldur en ég er að selja PRS McCarty núna ef þú hefur áhuga á því (sjá nýlega auglýsingu og http://kasmir.hugi.is/Leak ).
Celestion G12T75 hátalarnir (sem eru í 1966A) eru ekki bestu hátalarnir fyrir þennan magnara. Flestir vilja G12M, G12H eða Vintage 30. G12T75 eru harðari og nútímalegri en hinir. Ef þú vilt tékka á öðru en Marshall á eru Avatar boxin mjög vinsæl. Þau eru vel byggð, úr þykkum krossviði, ódýrari og maður getur valið hátalarana sjálfur. http://www.avatarspeakers.com/ Ég á sjálfur 2x12 Avatar box með Vintage 30 sem ég keypti nýtt á eBay fyrir minna en 30.000 kr. Það er nokkuð vinsælt í dag að...
O.k. svalt! Ég hef líka verið að smíða magnara. Smíðaði mér Fender Champ 5F1 sem er frábær magnari og síðan víraði ég Marshall JMP 2203 upp frá grunni m.a. með point-to-point kitti frá metroamp.com Er núna að smíða eftirlíkingu af Bad Cat Xtreme-tone lampapedala. Skoðaði myndirnar af Fendernum þínum. Gef þér A+ í einkunn :)
Ef þetta er Marshall 1959 þá er þetta 100w magnari, nema þú sért að keyra hann á aðeins tveimur EL34. Litli bróðir hans, Marshall 1987 er 50w. Hvort er þetta 1959 eða 1987? Er þetta Reissue gerðin eða gamall gaur?
Sammála í meginatriðum. Það hefur líka farið í taugarnar á mér þegar fólk talar um “að æfa á gítar” í merkingunni “að spila á gítar”, t.d. þegar einhver segir “ég er búinn að æfa á gítar í þrjú ár”. Ég er ekki að segja að það sé rangt að segja þetta en mér finnst þetta hljóma eitthvað svo íþróttalega. Maður æfir sig auðvitað líka á hljóðfærið en ef einhver spyr mig hvaða áhugamál ég hafi og hvað ég geri í tómstundum þá svara ég ekki “ég æfi á gítar”, heldur “ég spila á gítar”. Mótmæli...
ég heyrði að það væri of mikið bil milli strengja í strat og tele, getur það verið? Þetta er rétt. Flestir humbuckerar eru hannaðir fyrir strengjabil eins og er t.d. á Gibson gíturum. Fender og margir aðrir gítarar, sérstaklega gítarar með sveifakerfi, eru með aðeins lengra bil á milli strengjanna þannig að segulpólarnir (e. polepieces) á humbuckernum lenda ekki beint undir hverjum streng. Flestir framleiðendur (a.m.k. Dimarzio og Seymour Duncan) bjóða upp á báðar útfærslurnar. Dimarzio...
kann einhver réttara orð yfir þennan spenni sem tekur riðstraumin frá kraftlöpunum og breytir honum fyrir hátalara Ég kalla “outputtransformer” útgangsspenni. Margir enskumælandi nota skammstöfunina OT fyrir “OutputTransformer”. “Powertransformer” kalla ég aflspenni. Orðið “PowerTransformer” er oft skammstafað með PT. Sumir nota “tranny” sem styttingu á “transformer” og getur það átt við bæði OT og PT. Sumir tala um “powertranny” og “outputtranny”. Svo getur orðið “tranny” þýtt eitthvað allt...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..