Magnarar eru jafn misjafnir og þeir eru margir, og það eru til lélegir lampamagnarar og góðir transistormagnarar. Menn hafa líka misjafnan smekk og eru að leita eftir mismunandi hljómi. Ein fræðileg skýring er oft nefnd þegar rætt er um muninn á hljómi í lampamagnara og transistormagnara. Munurinn er talinn liggja í því hvaða yfirtónar verða sterkastir þegar merki bjagast við mögnun með lampa og transistor. Í transistor verða til yfirtónar sem eru oddstætt (3,5,7,…) margfeldi af...