Ég held að það séu Gibson '57 Classic pickupar í honum. Við hliðina á þessum gítar hékk venjulegur Gibson ES-335 sem kostaði aðeins minna. Ég prófaði hann líka til að athuga hvort Custom Shop hljóðfærið væri virkilega eitthvað betra. Munurinn var mjög mikill. Tónninn í 355 gítarnum var miklu fyllri, dýpri og fallegri. Ég var svo hrifinn af gítarnum að ég gleymdi meira að segja að athuga hvernig magnara ég var að spila í gegnum. Það voru þrír Fender magnarar á gólfinu og tengdi sölumaðurinn...