Eins og yfirleitt þá tek ég undir það sem Dionysos sagði. Ég var fyrir stuttu mikið að spá í að fá mér Fender Jeff Beck Signature Stratocaster. Ég hvorki dýrka né hlusta mikið á Jeff Beck en það var hönnunin á gítarnum (smáatriði eins og bönd, radíus, lögun á hálsi ofl.) sem heillaði mig. Ég fann síðan besta Stratocaster sem ég hef prófað og hætti við Jeff Beck gítarinn. Nýji Stratinn er Fender Custom Shop Relic (þ.e. gítar sem búið er að meðhöndla þannig að hann hann líti út fyrir að vera...
Hvernig magnari er þetta: haus + box, 1x12 combo, 2x12 combo? Hvað viltu fá fyrir hann? Koma skipti/uppítaka til greina? Var magnarinn keyptur í Tónastöðinni?
Ég man eftir þessu. Ég held að þetta hafi verið þegar Vai kom hingað með Whitesnake árið 1990. Ég var á fyrri Whitesnake tónleikunum. Ég man að Guðmundur spilaði með Vinum Dóra á stað sem var kallaður Púlsinn a.m.k. átti ég sjónvarpsupptöku af tónleikum þeirra þar. Kannski Vai hafi séð hann þar.
Þetta er rétt hjá Addni þ.e.a.s. venjulegt Presence sem virkar á báðar rásirnar. Sjá: http://www.marshallamps.com/downloads/files/JCM600%20hbk%20Eng.pdf blaðsíðu 6.
Ég á CE-2 sem ég er tilbúinn að láta fyrir 10.000 kr. Hann er í góðu ástandi og lítur vel út. Bætt við 23. júlí 2007 - 09:24 Úps! Búinn að senda þér skilaboð.
Það er ekki erfitt að setja lampana í en þegar skipt er um lampa þarf að stilla strauminn í þeim og þarf kunnáttu og mælitæki til þess. Það eru 2 stk. EL34 í JCM600. Svetlana lamparnir eru seldir en Mullard lamparnir eru enn til. Mullard lamparnir eru alls ekki síðri lampar en Svetlana lamparnir og eru dýrari. Hér er lýsing á þessum tveimur tegundum: http://thetubestore.com/mullardel34.html http://thetubestore.com/ne-el34.html
Já, skv. lýsingu á vefsíðu Marshall nota þessir magnarar EL34 og voru seldur með Svetlana EL34 lömpum. Sjá: http://marshallamps.com/heritage/jcm600/jcm600_01.asp
Takk fyrir þessar upplýsingar. Ég hef tvisvar verslað við thetubestore.com með góðum árangri. Þú vilt ekki skella þér á Mullard lampana til að eiga til vara? Þetta eiga að vera góðir lampar en ég hef ekki prófað þá sjálfur.
Ég er ekki búinn að selja Fenderinn. Ég auglýsti hann til að fjármagna annan gítar en fékk svo lítil viðbrögð við auglýsingunni að ég er núna langt kominn með að fjármagna nýja gítarinn með sölu á öðru dóti. Hafðu samband ef þú vilt kaupa hann og við skoðum það. Hvernig magnara ertu að selja?
Rétt er að taka fram að það vantar enga íhluti á prentplötuna. Ástæðan fyrir því að engir íhlutir eru þar sem merkt er R3, R4, R5, R6, C1, og C6 er að sama prentplatan var notuð fyrir Marshall 1959 og 1986 magnarana með dálitlum íhlutabreytingum.
Já, einmitt og þetta var allt í fínu lagi þegar ég tók þetta úr magnaranum. Þetta var bara tilraunastarfsemi í mér að prófa að handvíra magnara, og núna er ég búinn að selja hann. Ég á nokkrar mismunandi teikningar af 2203 þar á meðal er ein af einmitt þessum magnara. Útgáfan með öryggjabrettinu var gerð fyrir Kanadískan og Skandinavískan markað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..