Smá ábending til þeirra sem lesa þessa auglýsingu. Ég held að fáir viti hvílíkur falinn dýrgripur þessi magnari er. Ég hef prófað þrjá Jubilee magnar og er 2554 þeirra bestur. Hér eru hljóðdæmi af Jubilee mögnurum: http://youtube.com/watch?v=mr5-x3sxt8g http://youtube.com/watch?v=K-G69MNrALI Hljómar frábærlega! Mér finnst verðið ekki vera of hátt þar sem þessir magnarar voru aðeins framleiddir afmælisárið 1987 og eru orðnir nokkuð sjaldgæfir. Ég trúi því ekki að enginn vilji kaupa þennan magnara!
Ég var að skoða pedalann og það eru nokkrar grunnar og fínar rispur á honum sem nást ekki vel á mynd. Pedallinn er ekki lakkaður þannig að þessar rispur sjást varla nema alveg í návígi.
Smá áhugaverð lesning frá tveimur virtum pedalasmiðum: http://www.petecornish.co.uk/case_against_true_bypass.html http://www.muzique.com/lab/truebypass.htm
http://luthier.is/ Getur líka pantað tilbúinn háls erlendis frá. Ég hef góða reynslu af http://warmoth.com/ en ég hef keypt einn búk og tvo hálsa frá þeim.
Getur ekki verið að þú hafir prófað Fender Custom Vibrolux Reverb? Það voru til svona magnarar í Hljóðfærahúsinu fyrir nokkru. Þessir magnarar er þekktir fyrir mikið suð. Ég hef ekki heyrt að Vibroverb suði mikið en það það getur alveg verið.
Ég notaði lengi vel Marshall 2203 með tveimur EL34 með mjög góðum árangri. Ef maður veit hvað maður er að gera og þekkir uppbyggingu magnarans þá er þetta algerlega skaðlaust. Sumir segja að magnarinn hljómi verr ef tveir lampar eru fjarlægðir en magnarinn minn hljómaði alltaf jafn vel hvort sem hann var með tvo eða fjóra EL34. Ef þú tekur tvo lampa úr honum er rétt að athuga eftirfarandi atriði: - Hitunarspennan (6.3 V) breytist. Er hún innan eðlilegra marka? - Athugaðu hvort anóðuspennan...
Gibson gítarar eru mjög dýrir og oft of dýrir miðað við gæði. Það eru hinsvegar til einstaklega góð eintök sem réttlæta verðið. Ég á Gibson sem kostaði einmitt 300.000 kr (keyptur í USA, þurfti að borga VSK) og mér finnst hann hverrar krónu virði :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..