Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Leak
Leak Notandi frá fornöld 298 stig

Re: Uppáhalds magnari

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Uppáhaldið mitt þessa dagana er nýji magnarinn minn: Bogner Shiva Síðan er ég mjög hrifinn af Marshall 2203 og AER Compact 60 er alger snilld!

Re: tollar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Ég veit ekki með hátalara en ég flutti eitt sinn inn hátalarabox fyrir gítar og þurfti að borga toll af því. Ég fékk tollinn endurgreiddan með því að vísa í tollskrá og sýna fram á að boxið væri smíðað sérstaklega fyrir gítarmagnara.

Re: Til sölu Fender '59 Bassman LTD gítarmagnari

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Þetta er eðal græja!

Re: Greina gítar fyrir mig

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Tek undir það sem ArniTh sagði. Rickenbacker eru klassa gítarar, eða voru það a.m.k. síðast þegar ég spilaði á svoleiðis gítar. Ég er með einn Rickenbacker 330 árgerð 1967 sem ég er að geyma fyrir eigandann.

Re: Hefuru prófað hljóðfæri eftir íslenskann hljóðfærasmið?

í Hljóðfæri fyrir 17 árum
Ég hef prófað Telecaster hjá Gunnari. Fínn gítar.

Re: hjálp fender stack

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Rétt hjá binnib.

Re: hjálp fender stack

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Fyrir blús og rokk mæli ég með Fender '59 Bassman LTD en það vill svo vel til að ég er að selja einn slíkan :) Sjá: http://kasmir.hugi.is/Leak

Re: Til sölu Marshall 1962 Bluesbreaker Reissue og Fender '59 Bassman LTD Reissue

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Svalt. Ef þetta er sextíu-og-eitthvað módel þá gæti fengist ágætis summa fyrir hann.

Re: Til sölu Marshall 1962 Bluesbreaker Reissue og Fender '59 Bassman LTD Reissue

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Það er ekki alveg ákveðið hvað það verður.

Re: Til sölu Marshall 1962 Bluesbreaker Reissue og Fender '59 Bassman LTD Reissue

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Já, ekki það að ég sé ekki sáttur við magnarann, hann er mjög góður en ég er að spá í að fá mér eitthvað allt annað.

Re: Til sölu Marshall 1962 Bluesbreaker Reissue og Fender '59 Bassman LTD Reissue

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Bara dót sem ég hef keypt til eigin nota. Það var farið að safnast upp óþarflega mikið af græjum hjá mér og hef ég verið að minnka við mig.

Re: feedback í 5150 hausnum mínum! hjálp!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 1 mánuði
Prófaðu það sem Gislinn sagði eða að banka laust í hvern lampa fyrir sig með penna. Ef þetta er formagnaralampi getur verið nóg að víxla á honum og öðrum samskonar lampa í magnaranum til bráðabirgða. Þú getur líka prófað að setja hausinn ekki ofan á boxið heldur t.d. á gólfið. Þá nær titringurinn frá hátölurunum ekki að lampanum, þ.e. ef þetta er míkrófónískur lampi.

Re: Smá spurningaleikur :D

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Gott! Hugsaðu vel um hann og mundu að hann þrífst best á SED =C= “winged C” EL34 og Sovtek 12AX7LPS lömpum.

Re: Smá spurningaleikur :D

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Gítarleikari Gítarar: Gibson Custom Shop ES-355 Limited Run Fender Custom Shop 1960 Relic með Nocaster lögun á hálsi The Heritage H-550 Custom Yamaha stálstrengjakassagítar Magnarar: Marshall Silver Jubilee JCM 25/50 2554 Marshall 1962 Bluesbreaker Reissue heimasmíðaður Fender Champ 5F1 heimasmíðaður Bad Cat X-Treme Tone lampaformagnari AER Compact 60

Re: Smá spurningaleikur :D

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Geðveikur magnari! :) Ertu ekki ánægður með hann? Ég sakna hans!

Re: Til sölu Marshall Silver Jubilee 2554 1x12 50w lampamagnari

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Merkileg tilviljun. Ég keypti þennan magnara úti í Svíþjóð fyrir nokkrum árum ásamt 2553 sem ég síðar seldi hugaranum Dionysos. Þakka þér fyrir meðmælin, ég er alveg sammála að þetta er góður og mjög fjölhæfur magnari.

Re: Til sölu BOSS CE-2 analog Chorus. Einn besti Chorus pedalinn!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
O.k. hafðu bara samband ef af því verður.

Re: Til sölu BOSS CE-2 analog Chorus. Einn besti Chorus pedalinn!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég er ekki formlega búinn að auglýsa magnarann. Ég birti þarna drög að auglýsingu til að sýna einum hugara myndir af magnaranum. Ef ég sel hann vil ég fá 100.000 kr. fyrir hann. Það er ekki reverb á magnaranum.

Re: Til sölu BOSS CE-2 analog Chorus. Einn besti Chorus pedalinn!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég er ekki formlega búinn að auglýsa magnarann. Ég birti þarna drög að auglýsingu til að sýna einum hugara myndir af magnaranum. Ef ég sel hann vil ég fá 100.000 kr. fyrir hann. Það er ekki reverb á magnaranum.

Re: Til sölu BOSS CE-2 analog Chorus. Einn besti Chorus pedalinn!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég er ekki formlega búinn að auglýsa magnarann. Ég birti þarna drög að auglýsingu til að sýna einum hugara myndir af magnaranum. Ef ég sel hann vil ég fá 100.000 kr. fyrir hann. Það er ekki reverb á magnaranum.

Re: uppáhalds gítar

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Fender Custom Shop '60 Relic (með hálsi með Nocaster lögun sem er í uppáhaldi hjá mér) Gibson Custom Shop ES-355 Limited Run The Heritage H-550 Custom … allir í minni eigu :)

Re: Floyd læsing?

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það fylgdu auka gormar með gítarnum mínum en ég keypti einu sinni tvo gorma í Stratocaster úti í Svíþjóð og mig minnir að þeir hafi ekki kostað mikið meira en nokkra hundraðkalla.

Re: Floyd læsing?

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég nota smápeninga (tvo tíkalla) gormamegin í stratinum mínum og hef fimm gorma í honum þannig að brúin hreyfist ekkert.

Re: Marhall

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Töff PA haus og töff box. Hver er árgerðin?

Re: Nýjar græjur

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þú veist þetta kannski en ég vildi benda á að ef þú kaupir Fender magnara frá Bandaríkjunum þá er magnarinn gerður fyrir 120v spennu og þá þarftu að kaupa spenni til að spenna 230v niður í 120v. Ég vil um leið benda á Fender Hot Rod Deville sem er til sölu hér á Huga. Hann er reyndar 2x12 combo en ég hef góða reynslu af þessum mögnurum. Sjá: http://www.hugi.is/hljodfaeri/threads.php?page=view&contentId=5136003
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok