Í kringum '95 seldi ég 1974 árgerð af Fender Stratocaster á 55.000 kr! Ég seldi hann vegna þess að þetta var ekkert sérstaklega góður gítar en hann var mjög vel með farinn, með upprunalegri tösku, sveif og ól (ég hélt samt ólinni og nota hana ennþá). Ég væri alveg til í að eiga hann í dag vegna söfnunargildis. Síðast þegar ég vissi var hann í eigu Eyjólfs gítarleikara SSSól.