Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Athugasemdir varðandi málfræði og stafsetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
geiri85 Málfræðireglur eru málfræðireglur, og þú skemmir fyrir góðum greinum með lélegri málfræði. Greinar hér eru rétt eins og ritgerð, og allt er dæmt í ritgerð, bæði málfar, stafsetning, málfræði og innihald. Eyrún

Re: Athugasemdir varðandi málfræði og stafsetningu

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
geiri85 Málið er að þú hefur verið leiðréttur aftur og aftur og aftur, en gerir samt alltaf sömu villurnar. Þá er ekki furða að maður verði pirraður; þegar þú ert leiðréttur er verið að hjálpa þér í átt að betri skrifum, ekki persónuleg árás. Eyrún

Re: Kárahnjúkavirkjun!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
kikky Já, hættum við virkjunina því Ítalarnir eru svo dónalegir. Eyrún

Re: Borgarstjórinn og olíumálin

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Og, af hverju sagði Ingibjörg ekki samstarfsaðilum sínum í R-listanum frá þessu? Eyrún

Re: Nauðganir

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lyssia Góð grein. Ég er þó sammála einhverjum að erfitt er að koma í veg fyrir nauðganir með herferðum; það verður bara að refsa glæpamönnunum. Ég þekki alltof margar stelpur sem hafa verið nauðgað. Ein þeirra hefur kært, málið er enn í rannsókn, þetta átti sér stað fyrir ári. Þá var hún 12 ára. Hinar hafa ekki kært vegna þess (eins og ein þeirra sagði) “þeim er hvortsemer ekkert refsað; þetta verður bara erfiðara fyrir mig”. Sorglegt en satt.. Eyrún

Re: Fyrir hvern er Pétur Blöndal á alþingi?

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Jújú, ætli hann sé ekki líka minn þingmaður. Og nei, ég er ekki moldrík eða forstjóri. Eyrún

Re: Meira um jafnrétti og bætta stöðu kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
GunniS Well, takk fyrir ráðlegginguna:) En ég gæti ekki farið í tölvunám hvortsemer - ég mun aldrei skilja þessi fyrirbæri og er ánægð meðan ég get opnað internetið áfallalaust! Eins og er langar mig í læknisfræði og sérhæfa mig í barna og unglingageðlækningum. En tímarnir breytast og mennirnir með.. Eyrún

Re: Meira um jafnrétti og bætta stöðu kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
GunniS Skólaleiða!? Ertu frá þér!? Mér finnst svo gaman í skólanum! Ég hef aldrei á ævi minni fengið undir 7 í einkunn hingað til (er búin með 1 ár í menntaskóla, MH nánar tiltekið), er ári á undan í skóla því þegar ég var ung fannst mér svo gaman að læra að ég var send fyrr í fyrsta bekk. Reyndar hef ég bara gaman af bókum Laxness, hef þó ekki lesið Sölku Völku, og ég er á náttúrufræðibraut svo þmín bíður mikil stærðfræði..ekkert sem ég kvíði samt fyrir, þó það sé veikasta fagið mitt :) En...

Re: Meira um jafnrétti og bætta stöðu kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
GunniS Og hvað? Af því að 19 ára strákur var það heppinn að fá vinnu í gegnum klíkuskap þýðir það að þú þurfir ekki að mennta þig til að fá vinnu? Heldur eigir bara að vera hérna og kvarta yfir kynjamisrétti og guð má vita hvað, þegar kona sem er bæði hæfari og með meiri menntun en þú í tiltekið starf fær það starf, framyfir þig? Ég er 16 ára, og mundi ekki kalla mig heimska. Þú ert búinn með fornám í tölvufræðum, rétt er það, en fyrst þú getur sérhæft þig og aukið möguleika þína á starfi og...

Re: Meira um jafnrétti og bætta stöðu kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
GunniS Nei, þú ert ekki með góða menntun. Þú hefur rétt svo lokið við grunnmenntun í því sem þú sóttir um, á meðan María atarna var með nær fulla menntun. Af hverju hefði átt að ráða þig fram yfir hana? Því að háskólamenntun er ekki nauðsynleg í þetta starf? En þetta er einmitt málið -menntun er alltaf nauðsynleg-!!! Og það að þú fáir svona margar neitanir ætti að drífa í þig krafti, að þú sértgreinilega ekki nógu lærður til að fara út á vinnumarkaðinn og gera eitthvað sjálfur í þínum málum,...

Re: Meira um jafnrétti og bætta stöðu kvenna

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
GunniS Þú ert ekki með góða menntun. Satt; þú ert með einhverja menntun, en eins ogt staðan er á vinnumarkaðnum í dag dugir sú menntun ekki til. En í stað þess að drífa þig þá í nám, rífa þig upp, mennta þig almennilega og fá svo starf, þá kvartarðu hér á Huga að þetta sé eitt stórt samsæri. Þó svo að sú sem ráðin var hafi verið með nær fullkomna menntun í þetta starf þá dugir það ekki til; nei! það hlýtur að hafa hæfari karlmaður sótt um, þeir voru nú fleiri! Magn skapar ekki gæði heldur. Eyrún

Re: sá besti - sá versti

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Komon, Ingibjörg hefur allt til brunns að bera sem stjórnmálamaður á að hafa. Hún er lygin, svikul og óheiðarleg - hinn fullkomni pólitíkus :) Annars mundi ég segja: besti: Davíð Oddson Versti: Helgi Hjörva

Re: Könnunn

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Vantaði líka geirag.. OG MIG! ;) Ekki að égf hafi verið virk ;) Eyrún :)

Re: Citizen Berlusconi

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
krizzi Goebbels, in confronto a Berlusconi, era solo un bambino. - Romano Prodi Nei, Berlusconi má ekki láta þessi orð falla; en Prodi má segja að Jósep Gobbels hafi verið sem barn í samanburði við Berlusconi. Af hverju voru ekki skrifaðar greinar hér um það? Eyrún

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Viviane Verði þær hörmungar til þess að líf manns sjálfs, geðheilsa og heilbrigði leggist í hættu, þá jú, þá má taka ábyrgð á eigin líkama. Eyrún

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Viviane Nei, ég er nefna dæmi um það sem ég hef heyrt Lyssiu segja að allir frjálshyggjumenn styðji, þá nefni ég sem dæmi; hvað ef ég segði að allir vinstri menn styddu þetta. Ég HEFÐI auðvitað getað sagt “..líkt og ég segði að allir vinstri menn vilja bara slátra þeim sem ekki hafa sömu skoðanir og þeir; sbr. Stalín” en ég leggst einfaldlega ekki svo lágt. En mér finnst slæmt að hafa ekki valfrelsi hvar maður býr, ráða ekki hvernig maður býr og hvort maður á börn eða ekki. Eyrún

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Viviane Það er nú nokkur munur að hafa gengið í gegnum fæðingu; fætt barnið/fóstrið, heldur en að mega taka ákvörðun sem viðkemur líkama manns, heilsu og framtíð. Þegar barnið er fætt er enginn vafi á því að þetta er -barn-; lífvera, sem var getin, fædd og kominn í heiminn með sínu lífi. Áður þá er þetta lífvera í mótun; að verða til, fóstur verður ekki fullþroska fyrr en eftir 9 mánuði og þá fyrst verður það einmitt -barn-. Ég er ekki fylgjandi barnamorðum; ég er fylgjandi því að fólk taki...

Re: Hægristefna Hamingja

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
zillus Góð grein. Það sem mér finnst verst við stefnu vinstrimanna er hversu mikið er litið á hópinn; heildina, ekki einstaklinginn. Einstaklingur gæti illa rifið sig uppúr hópnum og gert sinn eigin hlut; sína eigin löngun. Eyrún

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lyssia Ég er einungis að stimpla þig eftir því sem ég hef lesið eftir þig. Skrítið, ég er líka á móti barnamorðum, níðingum á fólki, og hyllingu hinna ríku á kostnað hinna fátæku. Við erum kannski ekki jafn ólíkar og ætla mætti. Ég álít það ekki morð sé fóstrið ennþá -fóstur-. Mér finnst að slík fóstureyðing ætti einungis að vera í neyð - ímyndaðu þér ef að litla 12 ára atúlkan, sem var nauðgað af stjúpföður sínum í dæmi mínu hefði nú farið í ólöglega fóstureyðingu og látið lífið. Þá væru,...

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Skrítið, ímynd frjálshyggjunar birtist mér sem frelsi til að velja og hafna, frelsi til að vinna eða ekki og sá eftir því, frelsi til að læra það sem maður vill, frelsi til að búa þar sem maður vill og í eins húsi og maður vill og frelsi til að vera maður sjálfur sem einstaklingur en ekki hluti af einum stórum hópi sem tekur ekki tillit til sérþarfa.” Þarna á að sjálfsögðu að vera uppskera eftir því, ekki sá eftir því, afsakið :) Eyrún

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lyssia Ég veit ekki hvað ég mundi gera. En vildi þessa 12 ára stúlka gera það mundi ég styðja ákvörðun hennar. Eyrún

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lyssia Reyndar hef ég ekki séð þig fordæma sjálfa þig, en þegar ég lendi á svona móðgunum, persónulegum árásum eða hverju sem þú hefur verið að lenda í svara ég einfaldlega ekki,og sýni með því mun meiri þroska en að sjóða uppúr og leggjast á lágt plan. Þú getur hunsað notenda finnist þér hann ganga of langt. Héldi systir þín framhjá eiginmanni sínum/kærasta þá held ég að þú ættir bara að segja sem minnst, þar sem þetta væri nú bara þeirra mál og á milli þeirra. Nú geturðu vonandi hætt að...

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lyssia Ef að lítilli stúlku er nauðgað og verður ólétt (kannski af föður sínum, frænda eða þess háttar) þá er hægara sagt en gert að segja einhverjum frá og gera það sem þarf að gera! Og uppgötvist þetta eftir að fóstrið er orðið að “barni” (þó ekki alveg) þá á ekki að láta greyið stelpuna eignast barn! Og það að þú segir svona hækkar ekki álit mitt á þér! Hún á ALLTAF að hafa rétt á fóstureyðingu. ALLTAF. Þetta er hennar líkami, hennar tilvonandi barn, hennar ákvörðun. Ef maður lendir í...

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lyssia Ég hef aðeins eitt að segja um umræðu þína um fóstureyðingar: Hvernig getur það verið heimska að vera nauðgað? Nauðgun er aldrei nokkurn tíma fórnarlambinu að kenna. Verði lítil stúlka ólétt eftir nauðgun og þorir ekki að segja frá því er hún heimsk. Hún er barn. Hún er óþroskað barn og getur ekkert að því gert. Og að hún sé þvinguð til þess að eignast barn sem var getið gegn vilja hennar; kannski af manni 40 árum eldri en hún sjálf, kannski af eigin stjúpföður hennar - það er...

Re: Leitun til hægri

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Lyssia Ég var hér búin að skrifa til þín langt og greinargott svar, þegar að tölvan, þetta drasl sem hún er ákvað að frjósa og ég gat ekkert sent. Biðst afsökunar á því. Þú ert hér búin að tala um hversu mikla ást þarf til þess kommúnismi gangi upp, að fólk verði að vera góðhjartað o.s.fr, en samt sérðu það ekki í þér að bjóða hinn vangann þegar skítkasti er hreitt í þig; nei, þú leggst jafn lágt og þetta dónalega fólk. Ég geng í MH, og allir vinir mínir með pólitískt vit þar nema einn eru...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok