Ég er ansi hrædd um að þú getir ekkert gert við þessu ef þú vilt ekki láta gelda hann. Svo lengi sem fressið er ógelt mun hann halda áfram að merkja sér alla skapaða hluti og það er engin leið að venja þá af því. Ef þú kýst að hafa hann ógeldan verðurðu einfaldlega að hafa hann eingöngu í þeim hluta hússins þar sem hann má pissa allt út. Varðandi lykt þá hef ég reynt allt, matarsóda, salt, Ajax, sjampó, edik. Ekkert virkar á erfiðustu blettina. Það eru skór sem aldrei munu verða samir á mínu...