Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Verðið

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
HL2 kostaði 3900. á nær öllum stöðum Giska á 4500-5000 fyrir EA leikinn.

Re: hvenar kmr hann

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
kommón, ekki segja mér að þú fattir ekki að gaurinn setti óvart n í staðinn fyrir l á einum mjög augljósum stað?

Re: Gott Kort?

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þú getur valið að kaupa þér ódýrt kort núna og svo annað ódýrt kort eftir ár. Eða kaupa þér gott kort núna sem endist í meira en tvö ár.

Re: Gott Kort?

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
256mb segir næstum ekkert.

Re: spilamót á AK jan 2006 ?

í Spunaspil fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hvar er þessi Sauðarárkrókur? (hljómar eins og nafn á bæ á vestfjörðum sem lenti í snjóflóði fyrir 5 árum, allir dóu þar, en enginn er búinn að taka eftir því).

Re: spilamót á AK jan 2006 ?

í Spunaspil fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég get vel trúað því. Kenning: Í Rvk er mikið meira um lokaðar(nánari?) spilagrúppur sem nenna ekkert að mæta á mót á meðan útá landi er kannski eini möguleikinn á að halda þessu uppi sé eitt samfélag sem mætir þá alltaf frekar á mót, bara til að hitta fólkið og svona :p Gæti þetta verið rétt?

Re: spilamót á AK jan 2006 ?

í Spunaspil fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Reyndar ætti ekkert að skipta þessu jafnt á milli, mun fleiri spilarar í Rvk. En mótshaldarar eiga auðvitað að ráða hvar mótin eru haldin, þeir vinna nú einu sinni stærsta hluta vinnunar við mótin.

Re: Skoðun manna á Friendly fire á BF server

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Það er hægt að misnota það svo ótrúlega að hafa ekkert friendly fire. Leikurinn myndi varla virka lengur.

Re: Tilgangur lífsins

í Heimspeki fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Heyr heyr! Kannski ekki endilega handbolta… :p

Re: Íslenskt infantrymót!!!!

í Battlefield fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Verður þetta á skjálfta?

Re: Kvenréttindmál, nýr fasismi ? Nr.I

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Já, byðja karla bara um að gefa brjóstamjólk og bara segja barninu að halda kjafti og berja það þegar það kallar á mömmu sína stanslaust næstu 2 ár.

Re: Kvenréttindmál, nýr fasismi ? Nr.I

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Kjaftæði? Nei það er ekki kjaftæði. Þú ert ekki að tala um feminista, þú ert að tala um eitthvað ruglað fólk sem ég efast um að sé til. Annars er þér velkomið að reyna að troða skilgreiningu orðabókahöfunda, hugmyndasögufræðinga og heimspekinga á feminisma upp í kokið á þeim aftur. Gætir prófað að senda Fernández-Armesto email og fræða hann um réttu skilgreininguna á feminsma og haldið því fram að Olympe de Gouges og Mary Wollstonecraft hafi haft ekkert vit á hvað feminismi er.

Re: Kvenréttindmál, nýr fasismi ? Nr.I

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Djöfulsins skítadrasl. Ég er hættur á þessum vef. Ég er öskuillur!!!! (fáránleiki þessarar setningar hjálpar mér að róa mig niður)

Re: Kvenréttindmál, nýr fasismi ? Nr.I

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Jesús pissandi kristur! Ég var búinn að eyða klukkutíma í að svara þessu öllu, en þegar ég ýti á áfram takkann þá eyddist allt út! Úfff…. mun líða langur tími þangað til ég nenni að svara þessu öllu aftur. Sem mig langar gjarnan en bara nenni alls ekki strax aftur.

Re: Illuminati - Bara svipuð afsökun eins og örlagatrú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Allir eru neyddir til að stunda trúarbrögð því við vitum ekkert hvað raunveruleikinn er. Ég stunda til dæmis það trúarbragð að trúa því að heimurinn sem ég skynja þegar ég er “vakandi” sé raunveruleikinn.

Re: Kvenréttindmál, nýr fasismi ? Nr.I

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Já gallinn á ríkinu er svifting frelsis. Samvinna er svipting frelsis, en samvinna er stærsti kostur mannsins. Afhverju ekki að nýta sér hann? Það er erfið spurning og margir myndu eflaust vilja segja nei, en það er í eðli sínu ekki valmöguleiki. Að lifa í ríki er að vera sviptur frelsi, að halda að maður sé algjörlega frjáls maður og lifi nálægt öðru fólki er heimska. Að lifa öðrum er yfirlýsing á sviptingu frelsisins til að drepa, því annars myndi enginn lifa í borg, það er áhætta að lifa...

Re: pæling

í Heimspeki fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er skilgreiningin á niður, áttin sem inniheldur mestan togkraft á viðkomandi einstakling. Ég á erfitt með að ímynda mér aðra “vísindalega” skilgreiningu.

Re: Kvenréttindmál, nýr fasismi ? Nr.I

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nei!? Veistu hvað feminismi er? Kjarni feminsmans er að óborguð vinna kvenna sé borguð. Ef takmark þeirra sem kalla sig feminista fer eitthvað mikið út fyrir það þá eru þeir ekkert lengur feministar og hægt er að nota eitthvað annað orð yfir þá.

Re: Kvenréttindmál, nýr fasismi ? Nr.I

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Er ekki hægt að kenna barneignum um verri stöðu kvenna á vinnumarkaðnum? Jú það er víst hægt og það er gert mjög víða því reynslan sýnir að það sé satt. Oftast þegar kona kemur heim úr barneignarfríi er hún búinn að færast lengst niður í valdabaráttunni á vinnustaðnum. Hún getur ekki unnið mikið næstu tvö ár þar sem börn eru langhændust að mæðrum sínum til tveggja og hálfsárs aldurs. Ef foreldri verður einstætt lendir það nær alltaf á konuni að halda foreldrahlutverkinu. Afhverju heldurðu að...

Re: Of fá lið virðast ætla að mæta á skjálfta.

í Battlefield fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Úff þessi hugdetta er enn ómerkilegri en ég hélt. Fyrir einhvern algjöran og stórundarlegan misskilning hélt ég að í CTF væru bara 6 manns í liði.

Re: Varðandi byggingu fantasíuheima

í Spunaspil fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það fyrsta sem ég hugsa um er; tilgangur(ég set til dæmis goblina ekki einhversstaðar bara því þeir eru evil og ég læt þá ekki bara haga sér eftir því að þeir eru evil) og hvernig umhverfið hefur mótað þjóðirnar. Ég vinn samt mest út frá tilgangi. Svo gef ég þjóðunum persónuleika (sem umhverfið hefur að hluta til mótað) og reyni að gera byggingarstíl, föt og vopn eftir honum.

Re: Illuminati - Bara svipuð afsökun eins og örlagatrú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nei, en það stefnir ekki á stóra hluti. Myndir þú nenna að stefna á valdastöðu ef þú vissir að Illuminati myndi bara stjórna þér?

Re: Illuminati - Bara svipuð afsökun eins og örlagatrú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ekki ef samsæriskenningarnar snúast um eitthvað annað heldur en að það séu æðri máttarvöld að stjórna öllu eftir allt saman og að maður sé máttlaus. En þær sem snúast um það eru ekkert verri eða betri en Illuminati dæmið.

Re: Illuminati - Bara svipuð afsökun eins og örlagatrú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Jú sjáðu til, ef einhver er kannski að stefna á eitthvað stórt, verða valdamikill eða gera eitthvað merkilegt þá hugsar það bara “Æi, Illuminati stjórna hvort eð er öllu…” Það veldur framtaksleysi, rétt eins og öll önnur trú á æðri máttarvöld sem ráða öllu.

Re: Kvenréttindmál, nýr fasismi ? Nr.I

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nei, þeir vilja að óborguð vinna kvenna sé einhvernvegin borguð!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok