Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ehemm...

í Spunaspil fyrir 19 árum
omgrofl

Re: Ehemm...

í Spunaspil fyrir 19 árum
Umm, er eitthvað að marka að þú sért 53ja ára og kvenkyns eða er þetta kennitala mömmu þinnar?

Re: hugrekki

í Heimspeki fyrir 19 árum
Spurning um að blindur maður sem er að lappa fram af bjargi án þess að vita það sé hugrakkur. Það er rétt að hann er óttalaus… en er hann hugrakkur?

Re: Könnunin

í Heimspeki fyrir 19 árum
Ömmm… sverta er ljósleysi. Svört föt drekka í sig allt ljós og endurkasta engu. Þess vegna eru þau svört, þau endurkasta…engu, engum ljógeislum, þess vegna verða þau svona heit, þau taka í sig ljósgeislanna og orku þeirra með.

Re: Rhapsody

í Metall fyrir 19 árum
Bíddu voru þetta ekki gaurarnir sem voru bara að þessu í djóki? Eða var það Manowar? Man ekkert hvað er hvað í þessum powermetal-geira. Annars þá var ég einu sinni með diskinn Power of the Dragonflame inná tölvunni og það var hægt að hlæja sig máttlausan yfir textunum. Miklir húmoristar þessir menn :)

Re: Könnunin

í Heimspeki fyrir 19 árum
svart….

Re: Könnunin

í Heimspeki fyrir 19 árum
Þetta er mismunandi eftir tegundum blindu. Sumir eru blindir því þeir hafa óþarfa himnu yfir auganu, þeir sjá svart. Aðrir hafa bara auga sem virkar ekki eða er ónýtt. Ég held að þeir sjái ekki, annars veit ég ekkert hvað heilinn gerir í þessum tilvikum.

Re: Íslenska skólakerfið

í Skóli fyrir 19 árum
Samhengið milli hraðferðar og að taka próf í 9. bekk var ekkert í mínum skóla. Það eina sem dugði til þess var frumkvæði foreldra sem sumir hverjir vissu ekkert að það væri hægt. Ég veit um fullt af krökkum sem voru sett bekk á undan og spjöruðu sig ágætlega.

Re: Íslenska skólakerfið

í Skóli fyrir 19 árum
Afhverju settu þið systur þína ekki ár eða tvö á undan? Stelpur eru yfirleitt framar í þroska en strákar þannig að hún hefði alveg átt möguleika í að vera í eldri bekkjum. Það er alrangt að líkur sæki líkan heim alveg niður í grunnbekki! Margir af mínum bestu vinum voru aldrei neitt sérstakir í skólanum þótt ég fengi alltaf háar einkunnir. Að mínu mati er alltof snemmt að getuskipta í grunnbekkjum, rannsóknir sýna líka að það hefur vond áhrif. Hins vegar er ég mjög ósammála því að halda...

Re: Svaðalega Flottur Black Guard

í Spunaspil fyrir 19 árum
Já, maður ætti allavega að fá mínus til að hitta með því, sigðir eru alveg ömurleg vopn ef útí það er farið nema hvað það hefur mikinn höggkraft.

Re: Shadowdancer.. hjálp?

í Spunaspil fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hvað af þessu er WTF? Ef þú ert að pæla í monkinum, þá er þetta halfling svo ég gat sparkað dexinu uppí 18 (+4 í AC), svo er þetta halfling svo hann fær +1 fyrir size, svo útaf því þetta er monk fær hann +1 (class speciality), af því ég er með ascetic mage featið fær hann charisma bónusinn sinn líka í AC (+2), svo casta ég alltaf á hann mage armour (+4) og shield (+4). Þannig að þetta er 26 í AC. Ég er á lvl 7 en gæti verið með það á lvl 6. Ef WTF-ið var útaf hugmyndinni af half-orc...

Re: Dælan

í Klassík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Mahler stöð! Geðsjúkt! Ég vona að hún útvarpi á almennilegum gæðum því Mahler fer einfaldlega bara í einhverja sósu ef í 256kb/s eða minna og ætti helst ekki að vera leyfður undir 512kb/s

Re: Fiðlukonsertar!

í Klassík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Að mínu mati eru fiðlukonsertar nær alltaf flottari en píanókonsertar, nema í einstaka tilvikum þar sem píanóið er notað á ákveðinn hátt (t.d. píanókonsertar Bartóks (sérstaklega fyrsti og annar) og annar konsert Liszt). Mér finnst bara sinfónía og píanó fitta ekkert voðalega vel saman á meðan einleiksfiðlan vefst og sveiflast einhvernveginn yndislega inní og með sveitinni, þetta á reyndar líka við flesta blásturshljóðfærakonserta sem ég hef heyrt, en þeir eru bara svo fáir.

Re: Vertu þú sjálfur

í Heimspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Mér finnst þessi setning ætli að breyta hegðun fólks á ansi tæpum forsendum. Hún segir fólki að vera það sjálft. En afhverju er fólk ekki það sjálft? Því það er óánægt með sjálft sig og vill ekki vera það sjálft. Í staðinn fyrir að ráðast að frumvandanum og segja manni hvernig maður leysir úr honum kynnir þessi setning fyrir manni hugsun sem flestir ættu að geta uppgötvað sjálfir (“ég er ánægður með sjálfan mig ég þarf ekki að þykjast vera einhver annar”). Þetta er bara einhver vanhugsuð,...

Re: Shadowdancer.. hjálp?

í Spunaspil fyrir 19 árum, 1 mánuði
Shadowdancer er líka í DM guide, ég var að pæla í að vera half-orc barbarian shadowdancer, sem dansaði kósakkadans í stórum járnskóm og sveiflaði gígantískum öxum í kringum sig en hætti við til að geta verið halfling sorcerer/monk, sem er btw með hæsta AC í grouppunni :D

Re: Hóp

í Spunaspil fyrir 19 árum, 1 mánuði
Eftir nokkur skipti af sama dungeoninu með sama bossinnum hverfur thrillið :/

Re: Súfistinn

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Fáránlegt að ráða fólk sem talar ENGA Íslensku. Það þarf ekki mikinn orðaforða til að panta á kaffihúsi. Ef enskukunnátta Íslendinga á að verða partur af útrýmingu Íslensku þá verð ég að vera þeirrar skoðunnar að fjandinn geti hirt enskuna. Ég vil ekki hljóma eins og þjóðernissinni en, voru afar og ömmur okkar að vinna baki brotnu til að byggja upp samfélagið fyrir okkur eða útlendingana? Fólk mætti alveg hafa þetta á bak við eyrað. Ekki kasta á glæ okkar ágæta lífi í einhverju...

Re: Franz Liszt

í Klassík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Erfiðasta æfingin hans, Mazeppa, nr.4… úff. Hún hefur bara verið tekin upp samtals tvisvar eða fjórum sinnum (tvíhandað) vegna þess að hún er bara óspilanleg. Þar af er ein upptakan frá 193ogeitthvað og var gerð af einhverjum snillingi frá þeim tíma á píanó sem tók upp hvað hann gerði á svona málmplötu og svo er hægt að láta píanóið spila lagið af málmplötunni. Við vitum hins vegar ekkert um hversu hægt hann spilaði lagið :p Reyndar eru vottar sem segja að hann hafi spilað það á réttum hraða.

Re: Paganini

í Klassík fyrir 19 árum, 1 mánuði
; á hverjum degi frá fimm ára aldri hleypti pabbi hans honum ekki úr herbergi sínu fyrr en hann var búinn að æfa sig 8 tíma. Allir yrðu undarlegir af þvi!

Re: Paganini

í Klassík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég efast um að hann hafi verð eitthvað sirkúsfrík. Hann var algjör listamaður þessi gæi, og varðandi það hvað hann var undarlegur; að pabbi manns loki mann inní herbergi þangað maður er búinn að æfa sig í 8 tíma frá fimm ára aldri… maður verður bara undarlegur af því! Puntkur!

Re: Paganini

í Klassík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hann var nú jarðaður í vígða jörð en ekki fyrr en 30 árum eftir dauða sinn. Sagt er að þá hafi páfi tekið við sem hafði ekki heyrt í honum spila :p

Re: Frá "stjórnanada"

í Klassík fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þú varst ekki ábyrg fyrir að drepa áhugamálið niður. Það hafa legið inn umsóknir til að verða stjórnandi á þessu áhugamáli frá því í október. Mér finnst mesta furða að aðalstjórnendur skipuðu ekki annan stjórnanda miklu fyrr. Þeir hefðu átt að sjá að ekkert hafði verið samþykkt hér langan tíma og þetta glænýja áhugamál nær alveg dautt… hmm kannski eitthvað að?

Re: Samræður við Guð

í Heimspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Já. Eins og við sjáum á Íraksstríðinu getur hann látið Bandaríkin fara í stríð og selt þeim vopn og grætt á tá og fingri (skoðaðu vopnaþróun og hvað er notað = einnota, dýrt og fullkomið), það þarf sterka ástæðu fyrir því að BNA fari í stríð og öflug fyrirtæki eru nægjanleg ástæða, ég sé enga ástæðu. Getur þú nefnt mér ástæðu fyrir því afhverju BNA stóðu ekki við loforð sín við að styðja við bakið á uppreisninni gegn Saddam? Það hefði komið Saddam frá völdum án mikils vesens. Afhverju að...

Re: Hóp

í Spunaspil fyrir 19 árum, 1 mánuði
Svo sé ég reyndar að þú spilar EvE líka þannig að sála þín er óhult :þ Það sem er samt að angra mig er að fólk nennir ekki lengur að spila gúd ól dogd og rækta hugmyndaflugið. D&D grúppa er helvíti fínn félagsskapur og þótt að það sé bölvað basl fyrst (hver bardagi tekur 2 tíma og athyglin við leikinn sjálfan útum holt og hóla því 90% tímans fer í að fletta í reglubókum), fólk vill bara meiri mötun, meiri stöppur, meiri barnamat. Nennir ekki að matreiða og tyggja ofan í sig sjálft. Annars þá...

Re: Samræður við Guð

í Heimspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Forstjóri í fyrirtæki sem er ríkara en bandaríska ríkið til dæmis.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok