Skyndilega þrýstist ör í búk Chesters og hann hljóðar við, áhorfendur taka andköf, og á sama augnabliki birtist Ruuker vopnaður lásboga aðeins 10 faðma frá Chester. Þá mælir Chester: “Marga hef ég hildi háð en aldrei átt við slíka bleyðu!” og gerist hamrammur úr bræði. Hleypur Chester sem trylltur uxi væri til Ruukers og reiðir mæki sitt tvíhent til höggs. Rétt í þessu ætlar Ruuker að taka upp keðju sína og búast til varnar. Chester ber upp að fyr og heggur til Ruukers og kom mækið mill háls...