Síðan hvenær þurfa hugsanir bara að vera á einhverju tungumáli? Ég get allavega hugsað form eða óhlutbundin hljóð (tónlist) heillengi án þess að tungumál eða orð komi því nokkuð við, auðvitað getur maður hugsað í bragði eða einhverju öðru. Tungumálið eru í raun ekkert nema hugtök kóðuð í munnhljóð. Afhverju ekki hugtök kóðuð í form, eða bragð, eða snertingu. Reyndar væri bragðið slakast af þessu þar sem erfitt er að hafa samskipti með því. En form mynduð með fingrunum… er það ekki annars táknmál?