Sama er mér hvernig HjaltiG skrifar sín ljóð, ég vildi einfaldlega veita honum rökstudda gagnrýni sem hann gæti ef til vill byggt á til frambúðar. Ef ég á ekki að skipta mér af, af hverju væri HjaltiG annars að birta ljóðin sín á Huga? Ef ég má bara segja „flott“ eða „ljótt,“ þá veit enginn af hverju mér finnst það flott eða ljótt. Væri þá ekki dálítið tilgangslaust að birta álit sitt hérna?