Mér fyndist rétt að örvhenta ætti að teljast til fötlunar, alörvhent manneskja getur ekki notað þessi venjulegu skæri, sömu golfkylfur, spilað á gítar, bassa eða bara langflest hljóðfæri sem eru ætluð rétthentu fólki og svona mætti lengi telja. Sjálfur er ég örvhentur en sem betur fer er ég ekki illa staddur í þeim málum og geri flest rétthent nema að skrifa.