Hvaða fífl færi að eyða þessum pening í gítar? Hversu fullkomið vill sú persóna fá hljóðið sitt, ég meina mér fynnst allt í lagi að eyða mest svona hálfri milljón í gítar en eftir það ertu að fara að verða kominn í rugl bara, mér fynnst margir kassagítarar á svona 50 þúsund krónur vera ótrúlega góðir og þeir myndu nægja mér til að spila á tónleikum fyrir 500 þúsund manns (ekki það að það gerist en ég segi bara svona).
Ég get ekki trúað að þessu fyrirtæki sé treystandi, verðin þarna eru bara fáránleg, ég get ekki trúað því að viðurinn í honum og rafkerfið kosti í framleiðslu 300$, nei ég segi svona. En allaveganna er þetta ískyggilega lágt verð.
Stúlknasveitin Barbarella (reyndar er einn strákur þar í) og Bakkvolkers allaveganna, svo eru alveg tonn af þessum böndum, er reyndar að fara að spila með tveimur á morgun.
Það segir enginn að það þurfi að vera stuðlar og höfuðstafir, þetta er óreglulegt ljóð. Annars er mín skoðun á þessu ljóði ekki mikil, frekar lélegt segi ég.
Hvað mynduð þið þá kjósa? Auk þess var verið að spyrja um þessar gerðir af gíturum bara, hvað manni fynnist best að spila á af þessum gerðum af gíturum. Bara að lesa á milli línanna.
Af hverju hringir þú ekki bara þangað? Auk þess heitir það Hljóðfærahúsið ekki Hljómfærahýsið. En allaveganna gætir þú þá pantað einn inn bara, það er ekki mikið mál.
Nau, það svalasta sem ég veit um er stelpa að fara á trommur. Það gerist því miður svo ósköp sjaldan en það er það svalasta sem er til. Annars á þetta heima á hljóðfæri en tékkaðu á music123.com og senda það þá kannski með shopusa, þar gætir þú fundið eitthvað á 35 þús. kall.
Já einkar gott lag þar á ferð að mínu mati, eins og margir vita voru Queen náttúrulega mjög góðir. En hverju ertu annars að reyna að ná fram með þessum korki?
Nei, ég á ekki við að það hafi verið eitthvað rangt að senda þetta hingað inn heldur var ég bara að lýsa því yfir hvað mér fyndist um þriðja brandarann, hinir voru ágætir ;).
Já, þetta gæti verið hvernig fynnst þér best að spila á eða hvernig fynnst þér flottastur eða eitthvað auk þess að það er nýbúið að gera athugasemd um þessa könnun.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..