Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þú verður líka að spá í því að þarna eru 2 andstæðar hliðar á málunum og hvor þeirra hefur sinn rétt. Það er ekki alltaf hægt að fara eftir skoðun meirihlutans og síðan er málið bara búið. Það verður að gera málamiðlanir svo að báðir hópar geti fengið niðurstöðu sem þeir geta verið sem ánægðastir með. Og nei, ég er mjög lítið nálægt óbeinum reykingum þar sem ég fer ekki á skemmtistaði, bari eða þess konar staði. En annars hef ég aldrei beðið manneskju sem reykir í að drepa í sígarettunni ef...

Re: Lesið plz !! vantar hjálp !!

í Windows fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Haltu inni Windows takkanum og r á sama tíma. Þar færðu Run. Skrifaðu þar inn “explorer.exe”<br><br>—-Fragman póstaði þessu——- <a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman">Skilaboð</a

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Jú…ég geri það. Þú getur skipt út tóbaksvörum fyrir manninn í dómsalnum og fangelsi fyrir bannið. voila, nokkuð líkar aðstæður.

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Saklaus uns sekt er sönnuð segi ég. Það er ósanngjarnt að banna eitthvað sem er líklegt. Alveg eins og með dómsmál, líklegur morðingi er ekki settur í fangelsi vegna þess að það eru meira en 50% líkur á að hann sé sekur. Enginn á að vera settur í fangelsi nema það séu góðar sannanir fyrir sektinni og það sama má segja um bann á reykingum á opinberum stöðum.

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Vísa í sömu grein… “Pro-smoking group Forest dispute the figures. ”Once again we are presented with estimates, calculations and ‘likely risk’. Where is the hard evidence that passive smoking is killing people?“ says director Simon Clark.” - Líkur á einhverju reiknaðar út frá fjölda fólks sem er berskjaldað gagnvart óbeinum reykingum er ekki hægt að treysta algerlega. Þetta eru því ekki harðar sannanir. Auk þess eru þessar líkur reiknaðar út frá ÖÐRUM líkum á dauða vegna óbeinna reykinga.

Re: Ákvörðun forseta um staðfestingu fjölmiðlalaga

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég held að forseti vor sé eingöngu að reyna að vera sem hlutlausastur í málinu svo að fleiri einstaklingar kjósi hann í næstu kosningum. Ef hann hefði komið með álit sitt á málinu, þá hefðu andstæðingar ákvörðunarinnar líklegast ekki kosið hann næst. Persónulega er ég nokkuð viss um að miðlar í eigu Baugs, beint eða óbeint, reyni að koma með það mikinn áróður á móti frumvarpinu til að auka líkurnar á að því sé synjað af þjóðinni. Sjáum til hvernig forsíðan á DV verði á morgun…

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“Óbeinar reykingar eru skaðlegar heilsu manna.” - Það hefur ekki verið sannað á ótvíráðan hátt. Allar niðurstöður sem ég hef séð hingað til hafa verið ágiskanir, spár, ósannaðar sjúkdómagreiningar, teygt á sannleikanum og óljósar niðurstöður. Á meðan þetta hefur ekki verið sannan almennilega, þá er mitt álit að óbeinar reykingar eru ekki skaðlegar heilsu manna.

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Mér sýnist þú vera að ýkja persónuna sem gerði geocities síðuna. Höfundurinn var líklegast að meina að allir megi gera hvað sem er, á meðan það skaðar ekki aðra (margir meina það þegar þeir segja svona)…og þú lætur eins og hann vilji nauðga og pína annað fólk. Stórlegar ýkjur þar sem þú þekkir ekkert persónuna vel sem er á bakvið vefsíðuna og þar að auki er þetta áróður til að veikja málstað þessarar vefsíðu. — “Studies have shown evidence of an inverse relationship between smoking and the...

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“og reyktu þína helvítis líkkistu nagla ekki nálagt okkur sem ekki viljum anda að okkur þessum helvítis ósóma” - Afsakið…en hvenær sagðist ég vera að reykja? Þarna ertu að draga ályktanir sem eru ekki sannar. Ég hef aldrei reykt á ævi minni og það er ekki ætlun mín að byrja. Í raun og veru hata ég reykingar, en mér finnst þetta líka vera réttur fólks sem reykir að reykja þar sem þeim langar. Síðan líka er ég að reyna að verja rétt eigenda ýmissa fyrirtækja til þess að ráða hvort þeir leyfi...

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Skýrslan sem að EPA gerði (sem vísað er til á slóðinni) var hafnað af alríkisdómstóli Bandaríkjanna og var sökuð um að hafa valið gögnin sem komu fram í henni eftir hentugleika þeirra sem gerðu hana. Ætla ekki að endurtaka mig svo að ég mæli með því að þú lesir þér fyrri svör mín við greininni auk þess að skoða slóðirnar sem ég hef sent inn í þeim. Þegar þú ferð út og gengur nálægt vegi, þá ertu líklegast nálægt bílaumferð. Þegar það gerist, þá andarðu að þér carbon monoxide í ákveðnu magni...

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“já þar hittir þú naglan á höfuðið, hver er réttur fjölskildu sem fer út að borða fær sér reyklaust borð á næsta borði situr reykingarmaður og púar ofana í þau.” - Ég myndi kenna veitingastaðnum um að vera ekki með betri skilrúm á milli svæðanna og góða loftræstingu. Held annars að þú sért að hugsa út í þetta einum of ýkt að reykingamaðurinn hreinlega snýr sér að fjölskyldunni í hvert skipti sem að hann blæs frá sér reyk. Fólk sem reykir á rétt á því að gera það hvar sem er, þangað til...

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
ZiRiuS: Ertu að biðja mig um að finna aðila sem birtir tölur sem þjóna málstað sem hann/hún/það er á móti? Þú veist að það er rosalega sjaldgæft að svoleiðis finnst. Getur þú fundið tölur frá aðila á móti reykingum en þjóna málstað reykingafólks? Láttu mig vita ef þú finnur þær og ég skal byrja að leyta að því sem þú baðst um.

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Eins og sagt er í stjórnarskrá vorri að einhver er saklaus þangað til sekt er sönnuð. Það hefur ekki verið sannað með ófrávíkjanlegum sönnunum að óbeinar reykingar eru hættulegar en samt sem áður er fólk að mynda þá skoðun að þær séu það. Þú sagðir: “Það er vitað að óbeinar reykingar eru óhollar”. Spurningin er samt…hvaðan veistu þetta? Gæti það verið vegna þess að samfélagið, samtök eða stofnanir á móti reykingum eru að segja þér þetta? Ekki veit ég um neinar alvöru sannanir fyrir því að...

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Czar… Fyrri grein: Professor Konrad Jamrozik looked at the number of people who died from lung cancer, heart disease and stroke in England and Wales in 2002. He then calculated how many of these would have died as a result of being exposed to second-hand tobacco smoke using a special mathematical formula. - Formúlur geta verið gallaðar og síðan eru þetta eingöngu líkurnar á því hve margir hafa dáið vegna óbeinna reykinga. Þetta er ekki hægt að nota sem ófrávíkjanlegar sannanir. Lestu síðan...

Re: Loksins, loksins.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ef það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir fjölmiðlum hér á landi, af hverju rakar Morgunblaðið inn gróðanum? Mér sýnist það vera góður grundvöllur fyrir fréttamiðla hér á landi. Ég myndi kenna stjórnendum Fréttablaðsins um að reka ekki blaðið nógu vel. Sagan hefur sýnt að ef einhver starfssemi dettur út, þá kemur önnur í staðinn, oftast betri.

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Mér finnst að það ætti að vera val eigenda staðanna hvort þeir leyfi reykingar eða ekki og hafa þá skilti fyrir framan innganga sem bendir á hvort það má eða ekki. Ef að fólki líkar ekki reykurinn, þá getur það valið annan skemmtistað.

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Nei, þetta var bara eitt dæmi sem ég nefndi. Átti ég að koma með persónuleg dæmi frá yfir 100.000 manns um að þeir höfðu reykt í tugi ára en ekki dáið? Persónulega myndi ég ekki nenna að leita uppi það marga og síðan er það tilgangurinn með könnunum sá að áætla (já áætla!) fjölda ákveðins hóps út frá hlutfalli ákveðins fjölda í úrtaki. Segjum ef ég geri persónulega könnun og spyr 3 persónur hvort að þeim finnist að það ætti að banna reykingar eða ekki. 2 af þeim segja að það ætti að banna...

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
ZiRiuS: “Djöfulsins bull hahaha óbeinar reykingar eru alveg jafn hætulegar og að reykja beint!” - Komdu með sannanirnar sem þú hefur fyrir því. Mæli með því að allar tölur sem þú kemur með um “skaðsemina” séu teknar beint úr skýrslum en ekki beint frá aðilum sem vinna gegn reykingum.

Re: ruglið um reykingar...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég sá einmitt þátt í gær þar sem sagt var og sannað að óbeinar reykingar eru ekki eins hættulegar og orð fara af. Niðurstöður skýrslna sem hafa komið út um málið hafa verið stórlega ýktar. Þar að auki var viðtal við mann sem hefur unnið á bar í meira en 40 ár og heilsan hjá honum var ekkert að hraka. Sá maður sagði líka af manni sem hafði unnið í 60 ár í sama starfi og hann er við hestaheilsu.

Re: Unreal.is Submissjónur

í Unreal fyrir 20 árum, 7 mánuðum
*hóst*<a href="http://www.unreal.is/index.php?module=files&path=UT2004/Bonuspacks/">http://www.unreal.is/index.php?module=files&path=UT2004/Bonuspacks/</a>*hóst*<br><br>—-Fragman póstaði þessu——- <a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman">Skilaboð</a

Re: Brotið á karli við ráðningu hjá Reykjavíkurborg

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“þetta er eitthvað óskiljanlegt. Dæmir Jafnréttisráð ekki eftir jafnréttislögum? Það var ráðið eftir kynferði og það síðan leiðrétt. Hvað er rangt hérna?” - Það sem ég meinti er að það hefði aldrei átt að koma tilefni til þess að jafnréttisráð ætti að þurfa að dæma í þessu. Ef farið hefði verið að lögum frá byrjun, þá hefði engin svona ósætti komið upp.

Re: Brotið á karli við ráðningu hjá Reykjavíkurborg

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“Ef það væri ekki fyrir þessi lög þá hefði aldrei verið gert neitt í þessu.” - Ég mótmæli, 65. grein stjórnarskráarinnar er alveg nóg til að fá sömu niðurstöðu. Það sem GunniS er að benda á er að jafnréttisbaráttan er að ganga of langt, þar sem verið er að ráða kvenmann sem er augljóslega vanhæfari en karlinn sem var neitað um starfið. Kvenmaðurinn var ráðinn eingöngu vegna kynferðis, sem er ólöglegt samkvæmt stjórnarskrár vorrar. Jájá, málið var kært og jafnréttisráð kom með sitt álit en...

Re: þáttur 808

í Teiknimyndir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þeir heita Team America og verður fyrst sýndir á næsta ári. <b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Team America will star an entire cast of marionettes! That's right, puppets!</i><br><hr> - Breayle frá South Park Studios<br><br>—-Fragman póstaði þessu——- <a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman">Skilaboð</a

Re: miði á fyrri Korn

í Tilveran fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ekki selja miða á forsíðunni!<br><br>—-Fragman póstaði þessu——- <a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman">Skilaboð</a

Re: Enquiry

í Tilveran fyrir 20 árum, 7 mánuðum
100 krónur.<br><br>—-Fragman póstaði þessu——- <a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman">Skilaboð</a
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok