Já, guð hvað ég er sammála þér! Það er bara gert ráð fyrir að þú sért kristinn, fermist og svoleiðis. Öll þessi kristinfræði er bara tímaskekkja, þetta væri kannski í lagi ef hún væri bara kennd smá, og þá bara til að krakkar viti eitthvað um trúna sem flestir hafa hér á landi. Ég var í kristinfræði fram í 7. bekk (s.s í sjö ár, sem er lengur en ég lærði t.d. landafræði) og hef aldrei lært trúarbragðafræði. Ég helt að það sé bara tímaspursmál hvenær þessu verði breytt, vona það allavegana.