Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Karat
Karat Notandi frá fornöld 4.538 stig

Re: Jólaáhugamál verði Hátíðaáhugamál

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ekki jól og páska nei. En ef það væri kominn t.d. ramadan þarna inn….ég gef ekki í skítkastið sem þar gæti skapast.

Re: Jóla áhugamálið.

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég var nú að gæla við að breyta þessu í jól og páskar síðasta vetur en hætti bara við það. Mér finnst ekki koma til greina að hafa hina ýmsu tillidaga saman. Sjá svar mitt við öðrum korki um sama efni.

Re: Jólaáhugamál verði Hátíðaáhugamál

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já nei takk. Ég hef stundum verið að gæla við jól og páska saman. Mér finnst ómögulegt að vilja hafa alla mögulega daga á einu áhugamáli. Ekki langar mig til að hafa t.d. alla daga í öllum trúarbrögðum, það myndi bara valda skítkasti og rifrildum. Og trúarbragðaáhugamál er nú eitt sem mun aldrei koma til greina á Huga. Karat, stjórnandinn á jólaáhugamálinu.

Re: taka á skítkösturum

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Á Huga viðgengst ritstýrð umræða. Sem þýðir að þú mátt bara alls ekkert segja hvað sem þú vilt.

Re: hægt að "edita" comment

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég held að þetta myndi ekki ganga. Allt of erfitt fyrir stjórnendur að fylgjast með þessu, marglesa allt efnið.

Re: Arnold Schwarzenegger

í Heilsa fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég held að þetta sé nú photoshopað. Ég held að þessi til vinstri sé ekki Arnold, bara hausinn á honum. Hinn er kannski eitthvað lagaður til líka.

Re: Jóla áhugamálið.

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Veistu það, að þegar það eru umræður á gangi á jólaáhugamálinu og það kemur kannski inn grein þá eru flest svörin skítkast yfir því af hverju það sé verið að tala um jólin þegar það eru ekki jól. Ég er stjórnandi á jólaáhugamálinu og þar eru reglulega nýjar myndir og kannanir allt árið. Ef þú sérð greinayfirlitið geturðu séð hvað hefur komið seinna en í janúar, það er smávegis. En við sem erum að reyna að halda þessu í gangi fáum bara leiðinda skítkast á okkur. En fljótlega fer þetta...

Re: The O.C. lag

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Spurðu á Sápum, það veit þetta sjálfsagt einhver þar.

Re: Hugmynd

í Hugi fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég held að þetta komi bara aldrei til greina. Það verður óskaplega erfitt fyrir admina að fylgjast með ef þeir þurfa að lesa svör aftur og aftur því notendur eru kannski alltaf að breyta þeim. Þetta finnst mér persónulega næg ástæða til þess að þessi edit takki komi aldrei. Síðan er svo mikið af verkefnum hjá forriturum að þetta er örugglega hvergi nálægt því að vera ofarlega á lista hjá þeim ef það er á annað borð eitthvað verið að spá í þetta. Ég tek það fram að þetta er bara mín skoðun en...

Re: Ofvirkni

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Og hvað ertu gömul í dag?

Re: Amerískir dagar í Hagkaupum

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Einmitt það sem ég hugsaði þegar ég sá þessa auglýsingu fyrst. Það hefði verið betra að láta ameríkana lesa inn á þetta, maður hugsar ekki um neitt annað alla auglýsinguna en hvað þetta sé hræðilegur framburður.

Re: Izzy - fóstrið ??

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Örugglega.

Re: Izzy - fóstrið ??

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Maður auðvitað vonar að Darcy ranki við sér og segi Karli allt. En hvernig var það aftur, þetta er svo langt síðan, sá sem á barnið (nafnið er stolið úr mér), hann vissi að Izzy væri ólétt? Hún reyndar náði að sannfæra hann um að hann ætti ekki barnið. En hvað veit maður. Hann vissi allavega á hvaða tíma hún varð ólétt.

Re: hjálp

í Blogg fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Prófaðu að fara inn í html-ið. Klikkar á <> þegar þú ert inni á staðnum sem þú vilt setja myndirnar.

Re: The o.c 12.septenber

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
benziK þú veist að spoilerar eru bannaðir hér, þess vegna ert þú nú í banni.

Re: Ég þoli ekki bílstjóra sem aka á 50 á vinstri akrein!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þér ferst að kalla mig þrjóskuhaus og hóta mér að grípa til aðgerða gegn mér, þvílíkur barnaskapur!!! Ég held að ég sé bara búin að láta mína skoðun hér í ljós og nú nenni ég bara ekki fara út í neinar þrætur um umferðarlögin. Svo ég læt bara mínu innleggi í þessa umræðu lokið, mér leiðast endurtekningar. Enn og aftur; ég er kvenkyns.

Re: Ég þoli ekki bílstjóra sem aka á 50 á vinstri akrein!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég keyri ekki of hægt og ekki of hratt. Ég tel mig vera frekar ábyrgan og meðvitaðan ökumann. Ég er bara að taka dæmi. Ef hámarkshraðinn hér væri sá sami og í þessum háþróðuðu löndum sem þú ert að tala um þá skil ég vel að það sé stórhættulegt að aka hægt á vinstri akrein og jafnvel bannað. En nú erum við bara ekki í þannig landi og okkar lög eru bara svona.

Re: Ég þoli ekki bílstjóra sem aka á 50 á vinstri akrein!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það kallast nú ekki að hanga á vinstri þegar maður er kominn vel yfir leyfilegan hraða, það samþykki ég aldrei. Þetta gerist t.d. stundum þegar fólk fer yfir á vinstri til að taka fram úr nokkrum bílum, bílnum sem kemur á eftir manni (og var hvergi nærri þegar maður skipti um akrein) finnst maður ekki fara nógu hratt og er komin algjörlega “aftan í rassgatið á manni”, en maður er kannski að leita að plássi til að skjótast aftur inn á hægri. Mér finnst þetta dónaskapur, dónaskapur sem skapar...

Re: Ég þoli ekki bílstjóra sem aka á 50 á vinstri akrein!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það er líka alveg satt. En þegar fólk er komið 20-30 km/klst fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða er bara ókurteisi/tillitsleysi í hinum að vera með flaut/blikk/hanga í næsta bíl leiðindi til að komast enn þá hraðar.

Re: Ég þoli ekki bílstjóra sem aka á 50 á vinstri akrein!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Hann var ekki með nein ljós. En að sjálfsögðu veit ég að lögreglu, sjúkra- og -slökkvibílar eiga alltaf forgang allstaðar þegar þeir eru með ljós og sírenur í gangi. Og þér að segja þá er ég kvenkyns….

Re: Ég þoli ekki bílstjóra sem aka á 50 á vinstri akrein!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég er nú yfirleitt hægra megin. Ég er ekki að segja að ég aki neitt sérstaklega hægt, en ég reyni samt að fara ekki mikið upp fyrir hámarkshraða. Mér finnst bara tilætlunarsemi í fólki ef maður er á segjum 80-90 á stórum vegi eins og Kringlumýrarbraut eða Miklubraut eða þessum stóru vegum í gegnum Kópavog og Garðabæ að fólk virkilega hangi aftan í manni og flauti því það vill komast langt yfir 100. Maður er bara hálfhræddur ef maður þarf að fara yfir á vinstri í smástund. Það er alveg sama...

Re: Ég þoli ekki bílstjóra sem aka á 50 á vinstri akrein!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þetta var korkur sem einhver skrifaði um lögregluna sem lélega fyrirmynd í umferðinni. Mér var kennt það þegar ég tók bílprófið, sem var 1996, að þegar maður er að keyra tveggja akreina hringtorg eigi maður að fara út af því á sömu akrein og maður kemur inn á það. Ef maður er í innri hringnum þá auðvitað á maður réttinn til að fara yfir ytri hringinn og út af aftur og þá á vinstri akrein, en þetta þarf t.d. ekki þegar fólk er að fara beint í gegnum hringtorgið. Ég varð fyrir því um daginn að...

Re: Izzy - fóstrið ??

í Sápur fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Jú, en svo voru þau Karl á leiðinni burt af spítalanum og þá sér Izzy Darcy, ein af þessum draumkenndu ofsjónum/ímyndunum hennar. Henni bregður svo við það sem hann segir að hún dettur, ég man ekki hvort hún stóð í tröppum. En hún allavega datt og það varð til þess að hún rotaðist og hún missti fóstrið.

Re: Ég þoli ekki bílstjóra sem aka á 50 á vinstri akrein!!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég er að reyna að benda á að þar sem hámarkshraði er t.d. 60 ekur fólk oft á 90 eða meira á vinstri akgrein (og oft á báðum) og ef maður slysast til að vera á vinstri og er á hámarkshraða þá er flautað eða blikkað á mann. Þetta er hlutur sem ég þoli ekki í umferðinni, ásamt því þegar fólk svínar fyrir mann í hringtorgum (sjá kork fyrr í vikunni). Ég tek það fram að ég er ekkert að réttlæta það að fólk sé að lúsast á vinstri, ég þoli bara ekki þegar aðrir ökumenn ætlast til þess að maður...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok