Það er mikið af öðrum athvörfum þarna nálægt og það er leikskóli alveg við hliðina og þar hafa nú þegar stundum fundist ýmsar sprautur svo það er ekki á það bætandi. Mér finnst að það eigi ekki að hafa svona heimili í miðbænum þar sem áhættan er meiri fyrir svona óhamingjufólk að falla aftur í sama farið. Það ætti frekar að vera með þetta í úthverfum. Svo lækkar fasteignaverðið alveg gífurlega út á þetta, það vill enginn (eða mjög fáir þá) flytja í hús við hliðina á svona heimili til dæmis.