Ekkert réttara við það, ekkert rangara. Ef þú vilt líta í orðabók þá mun hún gefa þér hvort tveggja upp þegar þú skoðar ef. á nafninu Nótt. Hins vegar er Nætur í ef. er mun algengara og þannig er börnum kennt að beygja orðið og nafnið í skólum í dag. Nóttar er mun eldra og er mjög sjaldgæft og mun minna notað. Þess ber einnig að geta að Nætur er í orðabókum gefið upp á undan Nóttar.