Ég hef nú ekki séð Nágranna í svolítinn tíma en er samt búin að vera að fylgjast með atburðarásinni á netinu. Auðvitað hugsar Toadie ekki skynsamlega núna, eins og hann hefur nú alla tíð verið óheppinn í ástum, greyið strákurinn, hann er loksinn búinn að finna hamingjuna og giftist frábærri stelpu, og hún deyr strax. Það er auðvitað hræðilegt, maður getur bara ekki ímyndað sér þetta. En hann hlýtur að átta sig með tímanum.