Hefði án efa tekið tölvuna. Man að í svona fimmta bekk fór brunabjallan í gang, (Gerði það reyndar nokkuð oft), ég stökk upp, tók til allt draslið mitt, náði í skúffuna mína og harðspjaldamöppuna, hellti því öllu í töskuna og var síðan alveg tilbúin að ná í skóna og úlpuna. Komst síðan að því að þetta var bara einhver að leika sér að ýta á brunaboðan. Minnir samt að ein af ástæðunum fyrir því að ég tók allt draslið mitt til var að ég vildi kaupa tíma til að gera eitthvað annað en að læra....