Þú mátt ruglast, ég skil það algjörlega enda er ég ekki að biðja um neitt meira en þú reynir að læra tungumálið. Gætir gert muuun betur en þetta. Ég er líka að læra tvö önnur tungumál í skólanum. Auðvitað ruglast ég þegar ég skrifa dönsku enda hef ég aldrei þurft að nota hana að viti, en þú átt að geta talað góða íslensku. :) Þegar fólk er að leiðrétta þig hér á huga, taktu mark á því. Ekki hugsa bara “whatever”, því það getur vel verið að þú munir sjá eftir því að hafa ekki lært og kunnað...