Hehe, já það verður sko gaman að fylgjast með þessu. Ég hélt að Íslendingar væru þeir einu sem spiluðu AQ eitthvað mikið, en það er fínt að mér skjátlaðist. Það væri kannski sniðugt að halda bara æfingalan fyrir landsliðið, kannski svona 40-50 manna lan eða eitthvað og svo velja 20 manns til að halda áfram, þarnæst 10 manns og svo eftir lokalanið að velja 5 manna lið. Annars er líka bara hægt að hafa svona æfinga-tryout online. Allavega finnst mér ekki að einhver einn ætti bara að útnefna liðið.