Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JonGretar
JonGretar Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
584 stig

Re: Hvað kostaði mikið að framleiða eve.

í Eve og Dust fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mundiru frekar vilja að þeir þróuðu leikinn án þess að pæla í okkur? :)<br><br><b>—————————— Jón Grétar Borgþórsson <a href="http://www.jongretar.com/">http://www.jongretar.com/</a></

Re: Kunna íslendingar ekkki umferðalögin eða ?

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég held ekki.. Minnir að minnsta kosti ekki að ég hafi lært þetta þannig. Hinsvegar er innri hringur æskilegur. En eins og ég sagði þá er ekki hætta á að sá á innri þurfi að nauðhemla þar sem að hann á réttin ég þeim á ytri ber að stoppa fyrir honum. Annars væri náttúrulega ekki þörf fyrir rétt þess sem er í innri hring.

Re: Kunna íslendingar ekkki umferðalögin eða ?

í Bílar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þú mátt reyndar keyra á ytri hring éins og þú vilt. Ef þú bara virðir réttin og gefur stefnuljós til að benda til þess að þú ætlir að halda áfram á hringtorginu en ekki beygja.

Re: Nýja 64bita tölvan frá öllum hliðum.

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta getur reyndar varla talist desktop vél þegar að eina stýrikerfið available er server edition. En já. Þeir skutu sig dáltið í fótinn þarna. Og í sambandi við þetta hraðatest sem þú bentir á þá er þetta satt sem kemur þarna fram nema að þetta er mjög þraungt test og bara verið að prófa hraðan til einna nota. Þetta er ekki all round hraði og er ekki marktækur þegar maður ætlar að bera saman tölvur.

Re: Hvað kostaði mikið að framleiða eve.

í Eve og Dust fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það má alls ekki patcha oftar. Það er patchað einu sinni í viku og það er meira en nóg. Það þarf að prufa alla patchanna almennilega og mér finnst það vera lágmarkskrafa frekar en að vera daglega í einhverjum vandræðum. Með stærðin á pötchunum þá veit ég ekki hvað þú átt við. Ertu alltaf að downloada full release(200mb) eða hvað? Meðal patch er 0.40mb að stærð. Og það er ekki neitt. Allt patchið frá CD release til núverandi útgáfu er 25mb og er það minna en í flest öllum online leikjum sem...

Re: Pop-up gluggar

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
nei. Google toolbar er ekki spyware. Hann sendir (ef þú leyfir) öll url sem þú ferð á inn til google. En það er bara hlutur sem gerir google betra. Ekkert er sent með sem má rekja til þín. Engin IP tala eða nefn eða neitt. Þess vegna hefur Ad-Aware og öll þessi forrit ekki classifyað toolbarinn sem spyware ólíkt flestum öðrum toolbörum. Og ef að ad-aware segir að þetta sé ekki spyware þá einfaldlega er þetta það ekki.

Re: Pop-up gluggar

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Svona í sambandi við þetta þá vil ég benda á að google var að betrumbæta toolbarinn sinn til muna og er núna með besta popup vörn sem ég hef fundið. Stoppar bara ómbeðna glugga en samt geturu enaiblað þá fyrir ákveðið domain bara með því að ýta á takka.

Re: Allt dautt

í Tolkien fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ok.. Svarið mitt svarar þá þeirru spurningu líka. Settu þumalputtan bara ofaná setninguna hjá mér sem fjallaði um nafnabreytingar. ;)

Re: Hjálp með vefsíðu á kasmir.is

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Prufaðu að senda póst á vefstjóra eða eitthvað. Kamsír er alltaf eitthvað að klikka með notendur.<br><br><b>—————————— Jón Grétar Borgþórsson <a href="http://www.jongretar.com/">http://www.jongretar.com/</a></

Re: Allt dautt

í Tolkien fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Áhugamálið heitir það vegna þess að það hafa komið greinar um fleira en bara LotR. LotR er bara smá partur af þessum heimi middle earth. Má ég nefna Hobbitan ofl. Ég held að það að breyta nafninu hjálp ekkert. Þeir sem hafa áhuga á þessu og vilja vera á þessu áhugamáli vita alveg fullvel hvað átt er við þegar að að talað er um Tolkien

Re: Hvað kostaði mikið að framleiða eve.

í Eve og Dust fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Fjölmiðlar hefa reyndar verið nokkuð þekktir fyrir að birta kolrangar tölur í sambandi við CCP. Bæði í kostnað og mögulegum gróða. Mér skilst að CCP sjálft hafi ekki eytt meira en 200 millum. Og þetta voru 30 starfsmenn þegar hæst lætur. Auðvitað er ýmiss kostnaður eins og bónusar og vangreidd laun (unnu nokkra mánuði launalaust vegna fjárskorts) sem eftir er að telja inn. Og svo er kostnaður S&S ekki inní þessu. En CCP fékk ekki mikið meira en 200 millur gegnum...

Re: Hvað kostaði mikið að framleiða eve.

í Eve og Dust fyrir 21 árum, 2 mánuðum
800 milljónir er langt frá því að vera rétt tala. Það voru 2 stórar fjármagnanir fyrir CCP á vegum Kaupþings. Fyrri var örugglega um 140 milljónir og kom að stæðstum hluta Landssíminn þar inn. Síðan einhvertíman seinna var haldin önnur svipuð fjáröflun og held ég að þar hafi verið talsvert lægri tala. Með sölutölurnar sem illmenni2 spurði um þá er ég ekki viss. Fyrir um 2 mánuðum herði ég 30.000. Þætti líklegt að salan á kassanum sjálfum sé komin upp í um 50 til 60 þúsund. Án þess að ég hafi...

Re: Skrifa CD

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Damn þú villt ekki borga fyrir neitt er það! :)<br><br><b>—————————— Jón Grétar Borgþórsson <a href="http://www.jongretar.com/">http://www.jongretar.com/</a></

Re: Nýja 64bita tölvan frá öllum hliðum.

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“Verður gaman þegar PCarnir verða orðnir sonna sætir” Prufaðu að skoða www.alienware.com. Án efa það í PC heiminum sem kemst nálægast Apple í gæðum.

Re: Nýja 64bita tölvan frá öllum hliðum.

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Reyndar þá hafa þeir gert voða lítið annað en að auglýsa performace síðustu mánuði. Og tölvan sparkar í rassin á Intel based tölvum. Og ég segi þetta sem allger PC maður sjálfur.(Þó ég hefði reyndar alveg áhuga á að fá mér PowerBook 12" ef þeir gætu drullast til að koma með hana aftur til landsins.) Þú ættir ekki að vera að segja svona hluti ef þú hefur ekki einu sinni skoðað þá. Hélstu að þeir mundu senda þér benchmarkin í pósti? 64 bit PC vélarnar hafa því miður ekkert verið góðar. Nýji...

Re: Nýja 64bita tölvan frá öllum hliðum.

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Itaniunm reyndistheldur ekki vel á 64bit windows. Þetta vara bara slæmur gjörvi. En þótt að gjörvinn sé meira hannaður með markhópinn Servers þá er þetta basically standard PC og það er ekkert sem stoppar mig í að setja þetta í mína vél. Nema peningar. ;)

Re: Nýja 64bita tölvan frá öllum hliðum.

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég var nú að tala um PC tölvur. Og Itanium var fyrstur þangað 2001 með miklum vonbrigðum. Ég veit vel að aðrir höfðu gert 64bit áður og ég átti meira að segja eina svoleiðis frá SGI framleidda 92.

Re: Nýja 64bita tölvan frá öllum hliðum.

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 2 mánuðum
64 bit PCinn er löngu kominn. Intel Itanium hét örgjörfinn og var hið mesta drasl sem komið hefur frá þeim. 20% hraðaukning á 200% verði. Sem er líklega ástæðan fyrir að þú visir ekki af honum. AMD er loks að koma með almennilega 64 bit örgjörva og almennilegt móðurborðs support. Vandamálið við 64 bit PC gjörva er að það þarf sér útgáfu af windows 2000 til að nýta það. Og jafnvel þegar maður er kominn með það þá nota forritin þetta voða lítið. Windows er bara byggt upp þannig að það...

Re: Nýja 64bita tölvan frá öllum hliðum.

í Vélbúnaður fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þrjár bragðtegundir til af græjunni. 1,6 GHz, 1,8 GHz og svo dúndrandi 2x 2 GHz dual monster.

Re: Valmyndir og \

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég held svei mér bara að ég hafu fullt af notum fyrir þetta. Ja hérna :) Var einmitt að bölva helv. javascript. Ósiður sem ég reyni að nota sem minnst.

Re: Kasmir-frítt samfélag?

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er satt að Kasmír tengist ekki vefsíðugerð. Enda er það ekki tengt vefsíðugerðar áhugamálinu. Persónulega er mér skítsama hvort þetta sé þarna eða ekki. Það er ekki eins og þetta sé fyrir manni. Sama ástæða og ég skil ekki fólk sem er að væla yfir bloggi. EKKI SKOÐA ÞAÐ ÞÁ!!!!<br><br><b>—————————— Jón Grétar Borgþórsson <a href="http://www.jongretar.com/">http://www.jongretar.com/</a></

Re: King er Kongurinn!

í Bækur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég hef að mörgu leiti bara gaman að smásdögunum hanns. Mér finnst offt í þessum stóru sögum hanns eins og að hann sé oft að rembast við að lengja bókina. Nær helmingurin af þeim bókum sem ég hef lesið hefðu sómað sig mun betur í smásögu formi. Hinsvegar eru smásögur hans unaðslega góðar. Mæli með til dæmis Skelecton Crew safninu hans sem innihalda æðislegar sögur eins og Joilet og fleiri.

Re: Icon í adressu

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ekki mikið… En þetta tengist smá Vefsíðugerð sem er það sem áhugamálið er um.<br><br><b>—————————— Jón Grétar Borgþórsson <a href="http://www.jongretar.com/">http://www.jongretar.com/</a></

Re: database

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það er nær ómögulegt nema þú þekki einhvern persónulega sem er með server. En það eru til aðrar lausnir samt. PHP styður nenfilega SQLite. SQLite er fínn lítil SQL grunnur sem vistast í skrá bara. Þaf af leiðandi þarftu enga database servera heldur bara aðgang að PHP svæði. Meira um þetta á http://is2.php.net/manual/en/ref.sqlite.php<br><br><b>—————————— Jón Grétar Borgþórsson <a href="http://www.jongretar.com/">http://www.jongretar.com/</a></

Re: Could not start..

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég veit ekki alveg hvað gabbinn var að tala um en það er allavega rangt hjá honum. :) Samkvæmt manualnum þýðir villuboð 1067 ER_INVALID_DEFAULT Algengasta orsökin fyrir þessu þegar þú ert með einhvern fjanda í configinu hjá þér. Skoðaðu my.cnf (Líklega í c:\) og skoðaðu vel hvort það sé eitthvað þar sem passar ekki. Skoðaðu til dæmis þessa síður til að fá upplýsingar um villuna. http://www.mysql.com/doc/en/Windows_upgrading.html...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok