Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JonGretar
JonGretar Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
584 stig

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég tel reyndar sannað að þetta sé ekki kenning en það er annað mál. Það að setja af stað stofnun til styrktar þessu þá er ég ekki nógu stór maður til að stofna neitt slíkt. En ég mundi styðja meiri mann en mig heilshugar. En þú neitar að trú sé til nokkurs ills. Hvað með krossfarirnar. Hvað með þessa hryðjuverkamenn?

Re: Háskólaþorp í Vatnsmýrinni

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú ert að rugla saman international flugvöllum við innanlandsflug. Í megaborgum eins og New York eru tugir lítilla flugvalla út um allt. Og í flestum borgum er flugvöllur. Meira að segja Mosfellsbær hefur ástæðu til að hafa einn lítinn relluvöll. Hvalfjarðargöngin voru einkaframkvæmd. Og verðið var svipað því sem maður sparaði í bensín að fara þessa leið. Og þessi krummafjörður er ekki nema 20 mínotum frá þér. Teluru allt krummaskurð nema 101?

Re: Háskólaþorp í Vatnsmýrinni

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég bý í miðbænum. Og hef gert það þó nokkuð lengi. Og þetta svar þitt sínir svo mikla fyrirlitningu að það útskýrir margt. Mig hryllir við hvað þú hugsar um aðra hluti. Mikið um minni iðnað er jú hér. Og eitt álver. Restin af þungaiðnaði er útá landi. Eitt álver í reisn. Annað í stækkun. Járnblendiverksmiðja. Kísilverksmiðja. Öll orkuver. Og stærst ber að nefna nær öll fiskvinnsla. Og hefðir þú fylgst með í skóla einhvertíman þá hefðiru vitað að fiskvinnsla sér um aðal innkomu íslendinga....

Re: Háskólaþorp í Vatnsmýrinni

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er búið að samþykkja að klára þetta á undan því sem upprunalega var áætlað. Minnir að þetta eigi allt að vera komið enda 2006 eða eitthvað svoleiðis.

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég er hálf fúll útí þig verð ég að viðurkenna. Sum svör hafa alveg rök. Það er rétt hjá þér að ég flokka þau lönd sem að hafa náð hlutum eins og trúfrelsi sem mun þróaðari lönd en önnur. Önnur eins og að maður skerði trúfrelsi með því að boða eitthvað annað er fásinna. Að hindra það er að skerða trúfrelsi. Ef þú hefur ekki lent í trúhópum sem reynda að boða sína trú þá ferðu greinilega ekki nóg út úr húsi. En þetta er mismunandi milli svæða. Blokkir í Breiðholti hafa löngum verið til dæmis...

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hvað er þetta með að líta í eiginn barm? Hversvegna þegar ég lýsi sömu skoðunum á trú og trú hefur lýst yfir á aðra trú að þá er ég fasisti. Jú vegna þess að þar sem ég lýsi yfir trúleysi þá samkvæmt eðli málsins fell ég ekki undir trúfrelsi. Hvenær sagði ég eitthvað sem lýsa mætti sem fasista? Hvenær sagði ég eitthvað um allsherjarstyrjaldir eins og þú segir? Hversvegna ætti mín hugsjón að valda meiri átökum en hugsjónir trúaðra. Af hverju geturu ekki tekið þátt í rökum án þess að þurfa...

Re: Háskólaþorp í Vatnsmýrinni

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Afsakið…. En þetta er bara rangt. Það sér það hver maður sem hugsar útí þetta. Enda hefur Reykjavík nánast engann iðnað til að tala um. Ertu viss um að hann talar þar ekki um skattekjur af einstaklingum? Það skiptir ekki máli hvar peningarnir koma inn í ríkiskassann. Vegna þess að þar er miðað við lögheimili. Kvótakóngur sem á lögheimili í Reykjavík borgar kanski skatta gegnum þá ágætu borg. En tekjurnar koma frá landsbyggðinni. Sama með fyrirtæki. Og einnig með ferðamannaiðnað. Peningurinn...

Re: Háskólaþorp í Vatnsmýrinni

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hver heldur þú að sjái um þetta allt? Ekki eru reykvíkingar að fara borga fyrir þetta? Factið er að landsbyggðin framleiðir lang mest af peningum þessa lands. Og fær að sjá lang minnst af honum. Mér þykir bara sjálfsögð kurteisi að leyfa landsbyggðinni auðveldann aðgang að ríkidæminu sem hún skapaði. Og þegar kemur að flugvellinum þá er það ótrúlegur hroki að skella því óþægilega yfir á keflvíkinga? Vegna þess að reykvíkingum skortir ekki byggingarpláss. Þvert á móti hefur borginn ótrúlegt...

Re: Háskólaþorp í Vatnsmýrinni

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Heyri ég hroka til landsbyggðarinnar sem sér um meiruhluta innkomu þessa lands og þar af leiðandi borgar tæknilega séð fyrir messt megnið ef þessu. Þar með talið háskólann.

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
En er þá ekki betra að taka þessa lélegu afsökun manna í burt. Og margt sem að mannfólkið gerir svo ég taki sem dæmi flug nokkura aðila á tvo turna hefði ekki tekist nema að þessir einstaklegar væru svona sterkir í sinni trú. Uppspretta stríða eins og nú er milli hinna ýmsu hryðjuverkahópa og krossfarirnar til forna voru kanski vegna pólitíkar en aðilarnir sem að á endanum framkvæma hlutina gera það vegna þess að þeim er sagt að það sé guði þókknanlegt. Ég efast um að þessir aðlar heðfu...

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það að kenna allar hliðar málsins og leyfa nemendum að ákveða hvað þau trúa sjálf er andstætt tilgangi skóla. Ekki kennum við bæði þróunarsögu og sköpunina. Vegna þess önnur er byggð á vísindum og hitt á hlægilegu ritverki til forna. Það verður náttúrulega eð vera umburðarlyndi til staðar. En það má alls ekki lýða það að það sé verið að kenna börnum villimennsku. Ég tel það víst að það sé enginn guð. Ef hann er til þá er nokk víst að honum er skítsama um okkur og gæti eins ekki verið til. Og...

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þekkti reyndar ekki til vantrú.net. :) Hafði ekki heyrt um þá áður þannig að mér datt ekki í hug að leita inannlands. Þakka fyrir það. :)

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég fordæmi trú vegna þess hún er ein mesta lygamylla sem til er staðar. Hún varð til vegna þarfar sem ekki er til staðar lengur. Mörg afbrigði trúar ýtir undir siðleysi og óþolinmæði við náungann. Ég tel bara að það verði að fara stöðva þetta.

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Kanski engu betri að mörgu leiti. En misskilningurinn sem kallast trú er eginlega einungis til staðar í nútíma þjóðfélagi vegna þess að það er enginn sem að er actively að reyna leiðrétta þetta. Það mætti líkja þessu við að þú mundir ennþá trúa á jólasveininn ef að það hefði ekki verið leiðrétt fyrir þér. Og trú er svipuð að mörgu leiti. Ef að það hefði allt í gegnum lífið verið hamrað í þig að jólasveinnin væri til þá mundiru stöðugt trúa því. Og ég tel að trú hafi orðið til með þessu. Börn...

Re: Er eitthvað verra en trú?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er alveg satt að trú hefur hjálpað fíklum og fleirum komast í gegnum lífið. En það þarf ekkert að vera trú. Það er frekar distractionið sem fylgir því að stunda trúnna. Og mannlegu samskiptin sem fylgja því. Það er ekkert því til fyrirstöðu að vísindi geti ekki fyllt þetta gat. Að dásama hína ótrúlegu fjölbreytni umheimsins. Það er það sem margir vísindamenn gera og af hverju ætti það að vera bara bundið við þá.

Re: Skólabúningar

í Skóli fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Er ég lít til baka á fötin sem ég klæddist í grunnskóla þá hefði ég verið lifandi feginn ef það hefði verið skólabúningar. BMX gallinn gugði fram í 4. bekk. ;)

Re: HJÁLP !!!!

í Linux fyrir 19 árum, 8 mánuðum
sury thingy. Get ekki farið nákvæmlega í þetta þar sem þetta er allt mismunandi milli móðurborða. Í bootup á tölvunni þinni þarftu að ýta á F2 eða DEL eða eitthvað til að komast í BIOS vélarinnar. Leitaðu þá bara í öllum menu-um að einhverju sem heitir APCI og settu það á disable. Gætu verið nokkur eintök af því. Saveaðu þá stillingarnar og reyndu aftur Windows installið.

Re: HJÁLP !!!!

í Linux fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Prufaðu að fara í biosinn og slökkva á öllu APCI og slíku. Ætti ekki að skipta máli en samkvæmt reynslu minni þá getur þetta reddað ýmsu.

Re: Spennan í 4400 í hámarki ...

í Spenna / Drama fyrir 19 árum, 9 mánuðum
fínir þættir. Dáltið rosalega verið að elta vinsældir Taken með þeim en þeir virðast standa undir því. Annars er ég hrifnastur af Lost þessa dagana. Var að horfa á þátt 18 og djöfull er hann að binda nokkrar spurningar saman. Besta sjónvarpsefni sem ég hef séð.

Re: Stríðið gegn uppreisnarmönnum í írak.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þú segir að bandaríkjamenn hafi skaðað hryðjuverkastarfsemi í heiminum. Það er sú skoðun og svo eru staðreyndir. Staðreyndin er að Saddam studdi ekki hryðjuverkamenn. Þvert á móti dáði Saddam bandaríkjamenn á margann hátt. Þetta kemur fram í viðtölum sem við hann hafa verið gerð. Svo kemur fram á BBC um daginn að þetta stríð er nú notað af ýmsum hryðjuverkahópum til að þjálfa upp stríðsmenn sína. Auðvelt er að smíða sprengjur og valda skaða án þess að nást þar sem strúktúrinn er ekki til...

Re: Verðlagning á DVD á Íslandi

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hættið samt eð gera verðsamanburð við Bandaríkin. Það þýðir ekki á neinn hátt að bera okkur saman við þau. Eina sem gefur okkur góðann samanburð er að bera saman við verðið ó öðrum norðurlöndum.

Re: Uninstalla?

í Linux fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ferð í Computer -> System Configuration -> Synaptic Packager Manager. Þar ættiru að geta valið installað forrit og merkt það remove.

Re: Brjáluð vél frá SUN ... væri alveg til í svona

í Linux fyrir 19 árum, 9 mánuðum
SUN er náttúrulega það besta sem þú getur fengið í alvöru vef eða gagnagrunnshýsingu. Mig langar samt meira í Sun Blade serverana. Það er tölvur verðugar góðs boners.

Re: Ubuntu - exchange replacement

í Linux fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég vil kanski benda á að Ubuntu er ekki það hentugasta í servera. Vil frekar benda á Debian, SuSe Enterprise Server eða Gentoo. Einnig mæli ég ekki með að skoða þær open source linux exchange lausnir sem komnar eru. Þú hefur bara ekki þörf á þeim fyrr en þú ert orðinn 100 manna fyrirtæki. IMAP server og einver lausn eins og egroupware.org er nóg fyrir nær flesta. En ef þú vilt þá geturu reynt að verða ekki brjálaður á því að díla við OpenLDAP.

Re: Nýtt Linux

í Linux fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Er ég sá eini sem lyfti upp einni augnabrún við lesturinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok