Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JonGretar
JonGretar Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
584 stig

Re: Heimasíðugerð?

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú getur prufað að kaupa þér bækur sem heita “Heimasíðugerð fyrir byrjendur” eða “Dreamweaver fyrir byrjendur” eða eitthvað þannig. Fæst bara í mál og menningu eða þú ættir líka að finna þetta í bökasöfnum. .is kaupiru hjá isnic.is. Fokdýrt helvíti. Minnir að það sé 12.000 kr og svo 6000 á ári. .com er mun betri kostur. Svo þarftu að kaupa vistun á léninu sem er um 1000 kr á mánuði.

Re: pósturinn...

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Konan mín vinnur einmitt við þetta. Hún virðist reyndar ekkert vera svo hress þegar hún kemur heim í verstu stormunum. :)

Re: Mambo eða Joomla

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Humm.. Hvorugt er byggt á Python. Og það skiptir ekki máli á hvaða stýrikefi Python er.

Re: Blog.central

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
sorry… :) Ég þoli bara ekki þegar sloppy og léleg vinna vinnur vegna heimsku notenda.

Re: Blog.central

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Afhverju er fólk að nota þessi helvítis blog.central.is og folk.is kerfi eginlega. Gjörsamlega ónothæf kerfi sem bjóða ekki upp á neitt og innihalda eina verstu forritun sem ég hef séð.

Re: Norton 2005 og 2006?

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Norton er viðbjóður. Maður eyðir hálfum deginum klikkandi á allskonar alerts etc etc…. Afhverju gátu þeir ekki bara drullast til að vera vírusvörn í staðinn fyrir eitthvað all round security dæmi. Hætti snarlega að nota Norton. Þurfti ekkert á helvítis firewallunum og worm protectioninu. Routerinn er með firewallinn og ég passa mig bara á að fá ekki orma etc.

Re: Lecter kemur ekki í bráð...

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Umm… Ég stórefast um að sú manneskja hafi fengið bann svona bara útaf því að hún gerði kork um það. Líklegra er að hún hafi verið dónaleg. Og líklegt að hún hafi verið það síendurtekið. Þetta er einfalt mál. Við hendum fólki út sem er með dónaskap, kjaft og persónulegar árásir. já og við lokum náttúrulega korkunum sem brjóta reglurnar þannig að þú getur ekki séð allan þann fjölda svara sem að Lecter var bannaður fyrir (tugir pósta undir um 4 nöfnum) En svo náttúrulega getur alveg verið að...

Re: Lecter kemur ekki í bráð...

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Og hvernig látum við stundum?? Lecter var ekki með skoðanir. Hann var með árásir.

Re: xbox 360 core

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Svona 2000-4000 kr minna.

Re: Lecter kemur ekki í bráð...

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ok…. Það er greinilegt að þú fylgdist ekki með Lecter. Hann gekk það langt að það var eginlega orðið brot á lögum. Og við það bætist amk 4 tilfelli af kennitöluþjófnaði. Og það að saka annan um morðhótanir er ekki smá skítkast. Lecter snappaði bara. Ég held að ég sé ekki sá eini admin sem segir “Ég er feginn að hann veit ekki hvar ég á heima”

Re: Lecter kemur ekki í bráð...

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Menn eru ekki bannaðir útaf því.

Re: Lecter kemur ekki í bráð...

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Kanski góður greinarhöfundur. En það afsakar ekkert brjálæðiskastið sem Lecter tók. Og skoðanir hans voru bara byggðar á rangfærslum og misskilingi og hann hlustaði ekkert á rök annara þegar reynt var að benda á það.

Re: Lost (Spoiler) á hvaða tíma gerist þetta eiginlega?

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Sayid var í báðum Persaflóastríðunum…. Síðasta flashbackið hans var í því fyrra samt.

Re: Nokkur trick við hönnun vefforrita

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Einfaldleika. Að vera ekki að gera sama hlutinn aftur og aftur. Það er enginn munur á þessum þrem hlutum.

Re: Google orkut á Íslandi?

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Social networking system.

Re: MMA er viðbjóðsleg iðja

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Nei… Ég er að reyna ala drenginn upp. ;)

Re: Þarf að taka lögin í eigin hendur ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er þannig sem að réttarkerfið í bandaríkjunum er. Byggist á hefnd í stað endurbætingar eins og það evrópska. Þess vegna eru glæpamenn í bandaríkjunum eins og þeir eru. 2-4 ára dómur er helvíti á jörð og þú munt gera hvað sem er til að lenda ekki í því aftur. Eftir 20 ára dóm þá kemur þú út alvarlega brenglaður. Og ert tilbúinn að drepa til að sleppa við að fara inn aftur. Ef við tökum upp ofsadóma þá skulum við búast við að þurfa vopna lögregluna og mikið mannfall.

Re: Complete Web Page Plus Code

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
72 dpi. Breiddin og hæðin er bara þitt mál. Ekki minna en 600 á breidd og helst ekki meira en 950 er normið.

Re: MMA er viðbjóðsleg iðja

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ef þú getur ekki orðað hlutina kurteislega slepptu því að segja þá.

Re: MMA er viðbjóðsleg iðja

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég skil alveg Box. Tel það sem íþrótt enda strangar reglur í gangi um hvað má og hvað ekki til að minnka skaða sem getur hlotist. En þetta MMA er hinsvegar ekkert öðruvísi en slagsmál niðrí bæ. Það eru nú margir sem fyllast sjálfstrausti við það.

Re: Nokkur trick við hönnun vefforrita

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Félagi minn benti reyndar líka á að púnkta niður mögulega flöskuhálsa og mögulegar breytingar ef þess gerist þörf.

Re: Nokkur trick við hönnun vefforrita

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það þarf nefnilega ekkert að vera flókið mál. Ekki ef þú gerir hlutina nógu einfalda. Ég hef svo oft séð hluti gerða í 10 línum af kóða sem hefði verið hægt að leysa með einni línu. Það sem ég á samt meira við er að gera til dæmis eitthvað í byrjun til að supporta marga servera etc.

Re: Varðandi tjáningafrelsi...

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Lecter var rosalega grófur. Var öskrandi útum allt og segja að hann væri búinn að kæra allt og alla. Þetta sem hann var með var ekki skoðanir á hommum heldur var þetta djúpt og sýnilegt hatur og trúarofsi.

Re: Nokkur trick við hönnun vefforrita

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Mæli annars með að þú lesir þessar reglur og reynir að yfirfæra þær á kynlíf. ;)

Re: Nokkur trick við hönnun vefforrita

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þá er bara að láta eins og yfirmaður sjálfs síns… Heimta yfirvinnu og helgarvinnu. Og ef þú virkilega vinnur ekki þína vinnu þá er að reka sjálfan þig og ráða einhvern annan. ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok